74. fundur 14. júní 2021 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
  • Anna Margret Sigurðardóttir aðalmaður
  • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Vegagerðin - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna Þverárfjalls- og Skagastrandarvegar

2106014

Erindi frá Vegagerðinni sem óskar eftir framkvæmdaleyfi til Blönduósbæjar skv. 13. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Framkvæmdin felur í sér byggingu nýs Þverárfjallsvegar frá Hringvegi austan við Blönduós, að núverandi Þverárfjallsvegi skammt sunnan við núverandi brú á Laxá, samtals 8,5 km. Einnig verður byggður 3,3 km langur vegur til norðurs frá nýjum Þverárfjallsvegi, yfir nýja brú yfir Laxá og inn á núverandi Skagastrandarveg norðan við Höskuldsstaði. Sótt er um þann hluta framkæmdarinnar sem er innan Blönduósbæjar en hluti framkvæmdarinnar er innan Skagabyggðar. Áætlað er að framkvæmdum verði að fullu lokið haustið 2023. Fylgigögn eru: 1) Teikningar Blönduósbær. 2) Grunnmynd brúarstæðis, Laxá. 3) Yfirlitmynd fyrir brú, Laxá. 4 ) Teikning fornminja. 5) Leyfi Fiskistofu. 6)Samráð vegna vatnsverndarsvæðis.
Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag Blönduósbæjar. Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdarleyfi þegar öll gögn liggja fyrir.

2.Hrútey skilti - Blönduós vegvísar

2106016

Óskað er eftir leyfi frá framkvæmdasviði Blönduósbæjar varðandi uppsetningu skilta og vegvísa við Hrútey.
Stefnt er að endurnýjun á skilti við Hrútey og nýju aðkomuskilti að útivistarsvæðinu. Einnig að í tengslum við gömlu Blöndubrúnna verði sett upp skilti um sögu brúarinnar.
Einnig eru kynnt skilti sem eru einskonar vegvísar og væri hægt að nota víða um bæinn til að vekja athygli á áhugaverðum stöðum.
Nefndin samþykkir skiltin

3.Umræður um skipulagsmál

2106015

Nefndin ræddi um næstu verkefni í skipulagsmálum
Nefndin vill taka til skoðunar skipulagsmál m.a. til að skoða næstu uppbyggingarkosti fyrir mismunandi starfssemi svo sem íbúðarbyggð, athafnasvæði, frístundabyggð og skógrækt umhverfis þéttbýlið.

4.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 25

2106001F

Lagt fram til kynningar.

5.Brautarhvammur - Umsókn um byggingarleyfi - hús nr. 42 og 43

1904023

Erindi frá Lárusi B. Jónssyni fyrir hönd Blöndu ehf. Umsókn um að breyta byggingarreitum fyrir 2 hús á lóð nr. 4 í Brautarhvammi. Bæta við 5 bílastæðum og fella út einn byggingarreit nr. 44 vegna þrengsla. Einnig er óskað eftir byggingarleyfi til að byggja tvö 16 m2 hús á byggingarreitunum. Meðfylgjandi er umsókn, uppdráttur af breytingum og aðaluppdráttur af húsunum tveimur.
Zophanías Ari vék af fundi undir þessum lið. Tillaga lögð fram um að samþykkja erindið. Samþykkt með 2 atkvæðum(ABF, SÞJ), 1 greiddi atkvæði gegn tillögunni(JÖS)og 1 sat hjá (AMS)

Fundi slitið - kl. 18:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?