75. fundur 14. júlí 2021 kl. 16:00 - 17:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
  • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson aðalmaður
  • Lee Ann Maginnis varamaður
  • Agnar Logi Eiríksson varamaður
Starfsmenn
  • Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Ægisbraut 2 - Umsókn um byggingarleyfi

2104003

Erindi frá Ámundakinn ehf. Umsókn um byggingarleyfi fyrir fyrsta áfanga að iðnaðarhúsnæðis að Ægisbraut 2. Um er að ræða hús fyrir matvæla- og heilsuvöruvinnslu sem er 553m2 að grunnfleti í heildina en fyrsti áfangi er 343m2. Áður höfðu verið lagðir inn uppdrættir af húsi á lóðinni en þar sem tækja og vélbúnaður sem þurfti að endurnýja komst ekki fyrir í því húsi eru lagðir inn nýir uppdrættir. Meðfylgjandi eru teikningar dags 9. júlí 2021 gerðar hjá Verkís hf. af Magnúsi Ingvarssyni.
Byggingaráformin eru samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu, þar sem breytingar hafa orðið á útlit hússins þarf að grenndarkynna verkefnið á nýjan leik. Kynningin skal ná til Ægisbrautar 3,4 og 6 og Húnabrautar 38. Umsækjandi er eigandi að húsum við Húnabraut 29 og 33 og Blönduósbæ að húsi að Ægisbraut 1.

2.Brautarhvammur - Umsókn um byggingarleyfi - hús nr. 42 og 43

1904023

Málinu var vísað aftur til nefndarinnar til frekari úrvinnslu af sveitarstjórn.
Umrætt mál er eitt mál. Nefndin staðfestir fyrri afgreiðslu sína á málinu en vill bæta við að þær óverulegu breytingar á deiliskipulagi sem er verið að fara fram á hafa ekki áhrif á neinn nema sveitarfélagið sjálft og umsækjanda. Byggingaráformin eru því samþykkt. Afgreiðslan var borin upp og samþykkt með 3 atkvæðum (ABF, LAM,SÞJ). Óskað var eftir fundarhléi kl. 16:42. Fundi framhaldið kl.16:48. Á móti voru 2 (JÖS,ALE). Lögð var svohljóðandi bókun. Fulltrúar Ó-listans greiða atkvæði á móti og fallast ekki á að um óverulega breytingu sé að ræða. 16 m2 hýsi samræmist ekki gildandi skipulagi og hefur veruleg áhrif á ásýnd svæðisins. Sveitarstjórn Blönduóss hefur nú þegar hafnað erindinu og líta ekki svo á að um 1. mál sé að ræða og teljum við svo ekki vera.

3.Umhverfisviðurkenning 2021

2106017

Umhverfisviðurkenning Blönduósbæjar árið 2021. Nefndin ákveður hverjir munu hljóta umhverfisviðurkenningar ársins.
Nefndin fór yfir tilnefningar nefndarmanna. Ákveðið að skoða málið og bóka niðurstöðu hennar á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Var efnið á síðunni hjálplegt?