14. fundur 09. nóvember 2015 kl. 16:30 - 18:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson formaður
  • Jakob Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Þór Einarsson byggingafulltrúi
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
  • Jón Jóhannsson slökkviliðsstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Styrkúthlutun 2015 - Húsakönnun á Blönduósi

1504007

Kynning á húsakönnun fyrir Blönduósbæ. Gestir fundarins eru Guðrún Jónsdóttir, arkitekt og Páll Jakob Líndal. Einnig eru mættir fulltrúar úr sveitarstjórn Blönduósbæjar, þau Anna Margrét Jónsdóttir, Oddný María Gunnarsdóttir, Zophonías Ari Lárusson og Arnar Þór Sævarsson, sveitarstjóri. Guðmundur Jakobsson mætti kl. 16:50 til fundarins.
Guðrún Jónsdóttir,arkitekt fór yfir húsakönnun fyrir Blönduósbæ og kynnti hana ásamt Páli Líndal sem fór yfir uppbyggingu húsakönnunarinnar. Stefnt er að því að drög að niðurstöðum verði endanlega tilbúin um næstu áramót. Ræddi Páll ýmsa möguleika sem eru í stöðunni til að nýta þá vinnu sem farið hefur fram og lagði áherslu á mikilvægi þess að gera deiliskipulag fyrir svæðið í gamla bænum þannig að stefna sveitarfélagsins liggi fyrir. Guðrún ræddi sögu bæjarins og þróun hans og benti á ýmsar leiðir sem hægt væri að styðjast við þegar unnið verður að eflingu gamla bæjarhlutans.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?