29. fundur 08. nóvember 2016 kl. 17:00 - 18:20 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson forseti
  • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
  • Anna Margrét Jónsdóttir 1. varaforseti
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir 2. varaforseti
  • Sindri Páll Bjarnason aðalmaður
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Þórður Pálsson ritari
Fundargerð ritaði: Elfa Björk Sturludóttir
Dagskrá

1.Byggðaráð Blönduósbæjar - 71

1610003F

Fundargerð 71. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 29. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir 1.8, 1.9 og 1.10 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 71 Fundargerð Byggðasamlags Tónlistarskóla A - Hún lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 71 Fundargerð Hafnarsambands Íslands lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 71 Fundargerð SSNV lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 71 Fundargerð Sambands Íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 71 Fundargerð Norðurár bs. lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 71 Fundargerð Norðurár bs. lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 71 Fundargerð Húsfélagsins, Hnjúkabyggð 27 lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 71 Blönduósbær gerði samning um tryggingar sveitarfélagsins við Sjóvá fyrir árin 2013-2016 að afloknu útboði trygginga árið 2012. Samkvæmt ákvæðum samningsins er heimilt að framlengja honum að eitt ár, með gagnkvæmu samþykki samningsaðila.

    Byggðaráð samþykkir eins árs framlengingu samnings.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar byggðaráðs staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2016 með 7 atkvæðum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 71 Í október og nóvember mánuði mun Þjóðleikhúsið leggja land undir fót og bjóða 5-6 ára börnum víðsvegar um landið að njóta barnasýningar í boði leikhússins.

    Þjóðleikhúsið óskar eftir tvenns konar styrk frá sveitarfélaginu Blönduósi:
    a) útvega sýningarrými
    b) gistingu fyrir 2 einstaklinga

    Byggðaráð samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar byggðaráðs staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2016 með 7 atkvæðum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 71 Soroptímistaklúbburinn við Húnaflóa óskar eftir styrk vegna verkefnisins "Stelpur geta allt" sem nær til allra stúlkna á 12. aldursári í Austur - Húnavatnssýslu og Húnaþing vestra.

    Byggðaráð samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar byggðaráðs staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2016 með 6 atkvæðum, Hörður Ríkharðsson vék af fundi.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 71 Sigrún Hauksdóttir, aðalbókari Blönduósbæjar og Róber D. Jónsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi mættu undir þessum lið.

    Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar var rædd undir þessum lið.
  • 1.12 1506021 Önnur mál
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 71 Engin önnur mál

2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 72

1610004F

Fundargerð 72. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 29. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 2.2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 72 Sigrún Hauksdóttir mætti undir þessum lið.
    Farið var yfir gjaldskrár og styrki 2017.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 72 Frá og með næstu áramótum mun fyrirtækið Ráðbarður ehf./Bjarni Þór Einarsson hætta störfum sem byggingafulltrúi Blönduósbæjar.

    Byggðaráð samþykkir að Þorgils Magnússon byggingatæknifræðingur verði ráðinn tímabundið sem byggingafulltrúi Blönduósbæjar frá og með 1. janúar 2017.

    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar byggðaráðs staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2016 með 6 atkvæðum, Hör'ður Ríkharðsson sat hjá.

3.Byggðaráð Blönduósbæjar - 73

1610005F

Fundargerð 73. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 29. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina, fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 73 Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri Blönduskóla, mætti á fundinn og gerði grein fyrir fjárhagsáætlun skólans fyrir árið 2017.

    Katharina Angela Schneider, forstöðumaður bókasafnsins, mætti undir þessum lið og gerði grein fyrir rekstri bókasafnsins fyrir árið 2017.
  • 3.2 1506021 Önnur mál
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 73 Engin önnur mál

4.Byggðaráð Blönduósbæjar - 74

1610006F

Fundargerð 74. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 29. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina, fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 74 Ágúst Þór Bragason, forstöðumaður tæknideildar mætti undir þessum lið.
    Róbert D. Jónsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar mætti jafnframt undir þessum lið.
  • 4.2 1506021 Önnur mál
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 74 Engin önnur mál.

5.Byggðaráð Blönduósbæjar - 75

1611001F

Fundargerð 75. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 29. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 5.4 og 5.9 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 75 Jóhanna Jónasdóttir, leikskólastjóri Barnabæjar, mætti á fundinn og gerði grein fyrir rekstri leikskólans Barnabæjar fyrir árið 2017.

    Sigríður Hrönn Bjarkadóttir, forstöðumaður Félagsstarfs aldraðra, mætti á fundinn og gerði grein fyrir rekstri Félagsstarfs aldraðra fyrir árið 2017.

  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 75 Fundargerð Félags- og skólaþjónustu A - Hún lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 75 Fundargerð Hafnarsambands Íslands lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 75 Fundargerð samráðshóps um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra lögð fram til kynningar.

    Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn Blönduósbæjar að fyrirliggjandi tillaga frá samráðshópi fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra verði samþykkt.
    Bókun fundar Starfshópur um samstarf í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra sem starfar eftir gr. 11.7 í samstarfssamningi sveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk árið 2016 leggur til við aðildarsveitarfélög samningsins að hann verði endurnýjaður. Sveitarfélagið Skagafjörður verði áfram leiðandi sveitarfélag og veiti fötluðu fólki, sem á lögheimili í aðildarsveitarfélögunum, þjónustu samkvæmt samningi. Starfshópurinn leggur til að gildistími samnings verði þrjú ár.

    Afgreiðsla 75. fundar byggðaráðs staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2016 með 7 atkvæðum
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 75 Íbúðalánasjóður er búinn að auglýsa eftir umsóknum um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum. Fjárhæð úthlutunar í stofnframlög ríkisins á árinu 2016 er að hámarki einn og hálfur milljarður.

    Byggðaráð felur tæknideild að leggja mat á það hvort að þessi leið sé vænlegur kostur fyrir sveitarfélagið.

  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 75 Innanríkisráðuneytið vill skerpa á verklagi sveitarfélaga vegna gerð viðauka við fjárhagsáætlun og tryggja að ef víkja þarf frá fjárhagsáætlun sé það gert með formlegum og gagnsæjum hætti.

    Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 75 Stjórn EBÍ hefur ákveðið að greiða út 50 mkr. til aðildarsveitarfélaga fyrir árið 2016. Hlutdeild Blönduósbæjar er kr. 504.500 kr.

    Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 75 Stjórn foreldrafélags leikskólans Barnabæjar hefur miklar áhyggjur af bílastæðamálum við leikskólann og fer þess á leit að þau mál verðið skoðuð. Einnig vill foreldrafélagið benda á að gangstéttarmálum við Sunnubraut, Holtabraut og Smárabraut sé ábótavant. Auk þess fagnar foreldrafélagið lagfæringum á gangbrautum Blönduósbæjar.

    Byggðaráðið þakkar fyrir framkomið bréf foreldrafélagsins og mun taka erindið upp við tæknideild Blönduósbæjar vegna fjárhagsáætlunar 2017 sem nú stendur yfir.

  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 75 Fært í trúnaðarbók.

    Hörður Ríkharðsson vék af fundi undir þessum lið.
    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að verða við erindinu. Hörður Ríkharðsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 75 Kvenfélagið Vaka hefur fært félagsheimilinu 60 stk. af borðdúkum til eignar að andvirði 120.000 kr.

    Byggðaráð vill þakka Kvenfélaginu Vöku kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf.
  • 5.11 1506021 Önnur mál
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 75 Engin önnur mál

6.Skýrsla sveitarstjóra

1510028

Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum.

Fundi slitið - kl. 18:20.

Var efnið á síðunni hjálplegt?