45. fundur 09. janúar 2018 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson forseti
  • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
  • Anna Margrét Jónsdóttir 1. varaforseti
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir 2. varaforseti
  • Sindri Páll Bjarnason aðalmaður
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Þórður Pálsson ritari
Fundargerð ritaði: Þórður Pálsson ritari
Dagskrá

1.Byggðaráð Blönduósbæjar - 106

1712002F

Fundargerð 106. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 45. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 1.8, 1.9, 1.10, 1.11, 1.12, 1.14, 1.15 og 1.16 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 106 Fundargerðin lögð fram til kynningar
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 106 Lögð fram til kynningar
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 106 Lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 106 Lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 106 Lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 106 Lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 106 Lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 106 Ráðuneytið vísar til erindis Blönduósbæjar, dags. 5. september sl., þar sem óskað er eftir undanþágu til að ráða Þorgils Magnússon, kt. 130181-3929, byggingafulltrúa í stöðu skipulagsfulltrúa Blönduósbæjar til eins árs, sbr. 5. mgr. og 6. mgr. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Ráðuneytið fellst á beiðni Blönduósbæjar um tímabundna undanþágu frá 5. mgr. 7. gr. skipulagslaga til að ráða Þorgils Magnússon, byggingafulltrúa í stöðu skipulagsfulltrúa Blönduósbæjar til eins árs.

    Byggðaráð felur sveitarstjóra að ganga frá ráðningu skipulagsfulltrúa á grunni undanþágu ráðuneytisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 106. fundar byggðaráðs staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 9. janúar 2018 með 7 atkvæðum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 106 Erindi frá Stefáni Pálssyni vegna byggingaáforma við Húnabæ.

    Vegna sérstakra aðstæðna á umræddri lóð er það vilji byggðaráðs að gengið verði til samninga við lóðarhafa á þeim nótum sem kemur fram í erindinu.

    Erindinu vísað til byggingafulltrúa til frekari úrvinnslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 106. fundar byggðaráðs staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 9. janúar 2018 með 7 atkvæðum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 106 Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið hefur fjallað um umsókn Blönduósbæjar um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2017/2018. Niðurstaða ráðuneytisins er 81 þorskígildistonn.

    Byggðaráð samþykkir eftirfarandi undanþágu frá reglugerð nr. 604/2017, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2017/2018:

    a) 4. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:
    „Skipta skal 75% úthlutaðs byggðakvóta jafnt milli þeirra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar og 25% skal úthlutað til fiskiskipa sem orðið hafa fyrir samdrætti í veiðum á rækju í Húnaflóa skipt í hlutfalli við hlutdeild í Húnaflóarækju 1. september 2017.“

    b) Vinnsluskylda er felld niður en löndunarskylda er miðuð við Blönduós eða Skagaströnd og því orðast 1. og 2. ml. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar þannig: „Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta á tímabilinu frá 1. september 2017 til 31. ágúst 2018 í Blönduóshöfn eða Skagastrandarhöfn.“

    Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 106. fundar byggðaráðs staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 9. janúar 2018 með 7 atkvæðum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 106 Aflið, samtök gegn kynferðis-og heimilisofbeldi óskar eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2018.

    Byggðaráð samþykkir kr. 60.000 fyrir árið 2018.
    Bókun fundar Afgreiðsla 106. fundar byggðaráðs staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 9. janúar 2018 með 7 atkvæðum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 106 Frá árinu 1990 hefur Landgræðsla ríkisins verið í samstarfi við fjölmarga bændur um uppgræðslu á gróðursnauðum svæðum í heimalöndum þeirra í verkefninu "Bændur græða landið".
    Í Blönduósbæ voru 5 þátttakendur í verkefninu árið 2017. Þeir báru á 10,8 tonn af áburði á um 55 hektara lands.
    Landgræðslan fer þess á leit við Blönduósbæ um fjárstuðning vegna ársins 2017 að upphæð 30.000 kr.

    Byggðaráð samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 106. fundar byggðaráðs staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 9. janúar 2018 með 7 atkvæðum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 106 Á síðasta aðalfundi fulltrúaráðs EBÍ var samþykkt að áfram skuli hagnaður af starfsemi félagsins árlega greiddur til aðildarsveitarfélaganna í formi ágóðahlutar.

    Hlutdeild Blönduósbæjar í Sameignarsjóði EBÍ er 1,009% og greiðsla ársins þann 31. október verður þá hlutfall af kr. 50 mkr. eða kr. 504.500.-

    Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 106 Saman-hópurinn er samstarfsvettvangur frjálsra félagasamtaka, stofnana og sveitarfélaga sem láta sig varða forvarnir og velferð barna.

    Saman-hópurinn óskar eftir styrk vegna ársins 2017.

    Byggðaráð samþykkir kr. 20.000.
    Bókun fundar Afgreiðsla 106. fundar byggðaráðs staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 9. janúar 2018 með 7 atkvæðum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 106 Fyrir fundinn liggur samningur um embætti bygginga-og skipulagsfulltrúa milli Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps.

    Sveitarstjóra falið að ganga frá fyrirliggjandi samningi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 106. fundar byggðaráðs staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 9. janúar 2018 með 7 atkvæðum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 106 Fyrir fundinum lá tillaga að sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
    Lögreglusamþykktin gildir því fyrir lögsagnarumdæmi eftirtalinna sveitarfélaga: Akrahrepps, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagastrandar, Blönduóssbæjar,
    Húnavatnshrepps og Húnaþings vestra.
    Einnig lá fyrir fundinum tölvubréf Björns Líndal Traustasonar framkvæmdastjóra SSNV sem óskar eftir afstöðu sveitarstjórnar á því hvort hún sé fylgjandi því að gerð verði sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir Norðurland vestra og ef svo sé veiti umsögn um tillögu að samþykktinni.
    Byggðaráð samþykkti svohljóðandi bókun:
    Byggðaráð Blönduósbæjar samþykkir fyrir sitt leyti og telur rétt að gerð verði ein lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög á Norðurlandi vestra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 106. fundar byggðaráðs staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 9. janúar 2018 með 7 atkvæðum.

2.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 37

1801001F

Fundargerð 37. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 45. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 2.2, 2.3, 2.4, 2.5, 2.6, 2.7 og 2.8 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 37 Bjarna Þór Einarssyni er þökkuð fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins. Rætt var um nokkur verkefni sem eru í gangi og mun Bjarni koma að vinnu við Verndarsvæði í gamla bænum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 37 Nefndin fellst ekki á að skipuleggja nýjar lóðir í Arnargerði meðan þar er skipulagt hverfi með lausum lóðum m.a. norðan við Arnargerði 20. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 9. janúar 2018 með 7 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 37 Tekið er jákvætt í erindið. Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Húnaborg ehf. lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Lagt er til að lóðin falli aftur til sveitarfélagsins ef framkvæmdir eru ekki hafnar innan sex mánaða frá lóðarúthlutun og lokið 12 mánuðum síðar. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 9. janúar 2018 með 7 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 37 Tekið er jákvætt í erindið. Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Húnaborg ehf. lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Lagt er til að lóðin falli aftur til sveitarfélagsins ef framkvæmdir eru ekki hafnar innan tólf mánaða frá lóðarúthlutun og lokið 12 mánuðum síðar. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 9. janúar 2018 með 7 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 37 Tekið er jákvætt í erindið. Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Húnaborg ehf. lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins og kröfum sem fram koma í auglýsingu Blönduósbæjar um tímabunda niðurfellingu gatnagerðargjalda sem gildir til ársloka 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 9. janúar 2018 með 7 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 37 Tekið er jákvætt í erindið. Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Húnaborg ehf. lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins og kröfum sem fram koma í auglýsingu Blönduósbæjar um tímabunda niðurfellingu gatnagerðargjalda sem gildir til ársloka 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 9. janúar 2018 með 7 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 37 Nefndin er jákvæð fyrir því að taka til skoðunar byggingarhugmyndir og stækkun á lóð Brimslóðar 10A og 10C. Inní þá umræðu þarf að taka niðurstöðu úr þeirri vinnu sem verndarsvæði í byggð leiðir af sér auk þess sem uppfylla þarf skipulagslög og fylgja þeim við úrlausn erindisins. Skipulagsfulltrúa er falið að ræða nánar við bréfritara og að erindið verði skoða í vinnunni um verndarsvæðið. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 9. janúar 2018 með 7 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 37 Nefndin samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um að fullnægjandi gögn berist. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 9. janúar 2018 með 6 atkvæðum,ZAL vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 37 Byggingarfulltrúi fór yfir stöðu mála. Lagður var fram listi yfir stöðu á skiltum í bænum.

3.Skýrsla sveitarstjóra

1510028

Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum og þau verkefni sem eru í vinnslu á skrifstofu Blönduósbæjar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?