63. fundur 22. janúar 2019 kl. 17:00 - 18:55 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
  • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Rannveig Lena Gísladóttir forseti
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson 1. varaforseti
  • Hjálmar Björn Guðmundsson aðalmaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Atli Einarsson ritari
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson
Dagskrá

1.Byggðaráð Blönduósbæjar - 131

1901001F

Fundargerð 131. fundar byggðaráðs lögð fram til kynningar á 63. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1.3, 1.7, og 1.8 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.
  • 1.1 1901004 Lóðamál
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 131 Þorgils Magnússon skipulags- og byggingarfulltrúi mætti undir þessum lið og gerði grein fyrir stöðu lóða sem úthlutað hefur verið.

    Eftir umræður um málið var eftirfarandi ákveðið:
    Byggingarfulltrúa falið að skrifa bréf til þeirra sem hafa fengið úthlutaðar lóðir með ítrekun á tímafresti.

    Þorgils vék af fundi kl. 18:00
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 131 Erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti þar sem spurst er fyrir um stöðu mála um smíðakennslu í Blönduskóla, vísað er til fyrirspurnar um sama efni frá 5. október 2017 og svör við þeirri fyrirspurn.

    Sveitarstjóra var falið að svara erindinu með vísan til núverandi stöðu og fyriráætlana um smíðakennslu á þessu ári.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 131 Ósk frá Gísla Garðarssyni um kaup á beitarhólfi 213-7319.

    Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að kaupa beitarhólfið á því viðmiðunarverði sem liggur fyrir fundinum.
    Bókun fundar Þessi liður fundargerðarinnar borinn upp og staðfestur af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 131 Í erindinu er vísað til laga 36/2011 og reglugerð nr. 935/2011 um stjórn vatnamála.
    Byggðaráð tilnefnir: Birnu Ágústsdóttur sem fulltrúa í vatnasvæðanefnd umhverfisstofnunar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 131 Erindi frá Velferðarráðuneytinu frá 11. desember 2018, þar sem góðfúslega er farið á leit við sveitarstjórn Blönduósbæjar að sveitarfélagið taki á móti sýrlensku flóttafólki, um 25 einstaklingum á árinu 2019. Í móttöku felst meðal annars að útvega fólkinu húsnæði til leigu og veita því nauðsynlega þjónustu og aðstoð í eitt ár frá komu þess til landsins. Gerður yrði samningur milli velferðarráðuneytisins/félagsmálaráðuneytisins og sveitarfélagsins þar að lútandi.
    Vísað er í afgreiðslu byggðaráðs 5.12.2018 og fyrirvara þar að lútandi.

    Sveitarstjóra falið að svara erindi á grunvelli umræðna á fundinum og óska eftir nánari upplýsingum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 131 Á grundvelli fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2019 hefur sveitarstjóri og aðalbókari tekið saman minnisblað með tillögu að vinnufyrirkomulagi fyrir næstu fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2020.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 131 Sýslumaðurinn á Norðurlandi vesta óskar eftir afskrift á þing- og sveitarsjóðsgjöldum að upphæð 82.621 kr.

    Bókun færð í trúnaðarbók.
    Bókun fundar Þessi liður fundargerðarinnar borinn upp og staðfestur af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 131 Byggðaráð felur sveitarstjóra að fá verðmat á fasteignina og setja íbúðina í söluferli. Bókun fundar Þessi liður fundargerðarinnar borinn upp og staðfestur af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

2.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 50

1901002F

Fundargerð 50. fundar skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar lögð fram til kynningar á 63. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 2.1, 2.4 og 2.6 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 50 Blönduósbær gerir ekki athugasemdir við breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021. Bókun fundar Þessi liður fundargerðarinnar borinn upp og staðfestur af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 50 Farið yfir tillögur og skipulagsfulltrúa falið að láta uppfæra deiliskipulagsgögn.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 50 Farið yfir fyrstu drög af deiliskipulagi. Umræður urðu um skipulagið og skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu með skipulagsráðgjafa. Nefndin telur að réttast sé að kalla til íbúafundar um skipulagið og í framhaldi af því mun skipulagsfulltrúi funda með fasteignaeigendum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 50 Zophonías Ari Lárusson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar vegna skyldleika. Nefndin samþykkir byggingaráformin. Bókun fundar Þessi liður fundargerðarinnar borinn upp og staðfestur af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 50 Farið yfir málið og byggingarfulltrúa falið að svara erindinu.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 50 Nefndin samþykkir byggingaráformin. Bókun fundar Þessi liður fundargerðarinnar borinn upp og staðfestur af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

3.Lántökuheimild (Lánasjóður ehf).

1804026

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 110.000.000.- með lokagjalddaga í nóvember 2034, í samræmi við skilmála/fyrirmynd að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til fjármögnunar, samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins, meðal annars, á viðbyggingu Blönduskóla, fyrir verknámskennslu ofl.þ.h., og endurfjármögnunar eldri lána, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Valdimari O. Hermannssyni, sveitarstjóra, kt. 110660-3599 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Blönduósbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Ákvörðunin borin upp og staðfest með 7 atkvæðum samhljóða.

4.Munnleg skýrsla sveitarstjóra

1901013

Valdimar O. Hermannsson fór yfir stöðu ýmissa mála sem eru á döfinni í sveitarfélaginu.

5.Samkomulag um kjarasamningsumboð

1901015

Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir með 7 atkvæðum samhljóða að fela Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningagerðar fyrir sína hönd við eftirtalin stéttarfélög:
Félag grunnskólakennara
Félag leikskólakennara
Félag stjórnenda leikskóla
Skólastjórafélag Íslands
Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga
Félag íslenskra náttúrufræðinga
Stéttarfélagið Samstaða
Samiðn
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna
Kjölur stéttarfélag í almannaþjónustu

6.Fasteignagjöld 2019, breyting á reglum um afslátt fasteignaskatts 2019

1901016

Sveitarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum samhljóða að uppfæra tekjumörk undir grein 4 um afslátt einstaklinga og hjóna.

Tekjumörk á árinu 2017 eru:

Einstaklingar með skattskyldar tekjur allt að 3.500.000 fá 100% afslátt.

Einstaklingar með skattskyldar tekjur yfir 4.700.000 fá 0% afslátt.

Hjón með skattskyldar tekjur allt að 4.700.000 fá 100% afslátt.

Hjón með skattskyldar tekjur yfir 6.400.000 fá 0% afslátt.

Tekjur innan skilgreindra tekjumarka veita hlutfallslegan afslátt.

Fundi slitið - kl. 18:55.

Var efnið á síðunni hjálplegt?