69. fundur 17. september 2019 kl. 17:00 - 18:50 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson 1. varaforseti
  • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson forseti
  • Hjálmar Björn Guðmundsson aðalmaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Atli Einarsson ritari
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Sigrún Hauksdóttir aðalbókari
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson
Dagskrá

1.6 mánaða staða fjáramála Blönduósbæjar 2019

1909018

Sigrún Hauksdóttir mætti á fundinn og fór yfir fjárhagsstöðu allra deilda sveitarfélagsins eftir fyrstu sex mánuði ársins.

2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 144

1908004F

Fundargerð 144. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 69. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 144 Farið var yfir ársreikninga Háubrekku og Skúlahorns ehf. og þeir undirritaðir. Ræddar breytingar sem gera þarf á stjórnum annarra félaga.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 144 Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með fulltrúum gagnavers á Blönduósi um stöðu mála.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 144 Farið var yfir stöðu leiguíbúða í eigu Blönduósbæjar og breytingar sem liggja fyrir þar. Ákvörðun um mögulega sölu íbúða verður tekin í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir 2020.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 144 Byggðaráð samþykkir jákvæða umsögn um veitingu leyfisins.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 144 Fært í trúnaðarbók.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 144 Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra gerðu með sér samning til eins árs, með gildistöku 1. janúar 2016, þar sem Akrahreppur, Blönduósbær, Húnavatnshreppur, Skagabyggð,Sveitarfélagið Skagaströnd og Húnaþing vestra sömdu við Sveitarfélagið Skagafjörð um að vera leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra. Nýr samningur var gerður af sömu aðilum og gilti frá og með 1. janúar 2017. Samningstími er til 31. desember 2019 og er í samningum kveðið á um að aðildarsveitarfélögin skulu ákveða sameiginlega fyrir 1. nóvember 2019 hvort samningurinn verði endurnýjaður. Þjónusturáð verkefnisins skal skila áliti til aðildarsveitarfélaga um samstarf og jafnframt gera tillögu að samningi sem gildi frá 1. janúar 2020.
    Byggðaráð samþykkir að halda áfram samstarfi en óskar eftir aðkomu að gerð nýs samnings.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 144 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 144 Sveitarstjóra falið að undirrita fyrirliggjandi samning, sem miðast við yfirtöku á götulýsingarkerfi til eignar í Blönduósbæ frá og með 1. september 2019 en þá yrði haldinn sérstakur afhendingarfundur.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 144 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 144 Sveitarstjóra falið að skila inn umsögn fyrir framlengdan frest, sem er til 2. september, um flugstefnu fyrir Ísland, þar sem vakin er athygli á stöðu Blönduósflugvallar, vegna sjúkraflugs og annarrar notkunar. Um Blönduós og nágrannasveitarfélög liggur þjóðvegur nr 1., með tugi kílómetra innan sveitarfélaganna og þar fara vel yfir 700 þúsund bílar á ári hverju, með tilheyrandi slysahættu, sem aftur kallar á viðeigandi öryggisviðbragð fyrir íbúa, ferðamenn og aðra þá er fara um NV-land.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 144 Sveitarstjóra falið að taka upp formlegar viðræður við Mílu, og aðra aðila, sem þurfa að koma að málum, til þess að flýta fyrir og efla ljósleiðavæðingu í þéttbýlinu á Blönduósi.

  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 144 Fulltrúar Blönduósbæjar á auka landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga 6. september nk. verða Guðmundur H. Jakobsson, með atkvæði og Valdimar O. Hermannsson með málfrelsi og tillögurétt.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 144 Byggðaráð samþykkir að Guðmundur H. Jakobsson fari með þau atkvæði sem tilheyra Blönduósbæ.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 144 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 144 Fundargerð lögð fram til kynningar, en mál nr. 15.1 verður skoðað frekar og sveitarstjóra falið að ræða við málsaðila.

3.Byggðaráð Blönduósbæjar - 145

1909002F

Fundargerð 145. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 69. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 3.1, 3.2 og 3.3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

Sigrún Hauksdóttir vék af fundi kl. 18:15
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 145 Sigrún Hauksdóttir, aðalbókari mætti undir þessum lið.

    Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2019 lagður fram.

    Sala á fasteignum í Enni, söluverð 55 milljónir. Breytingin hefur aðeins áhrif á sjóðstreymi þar sem sala fasteignanna er færð til lækkunar á stofnverði Ennis. Hækkun handbærs fjár um 55 milljónir. Aukið fjármagn til reksturs leikskólans Barnabæjar upp á 5,5 milljónir, þar af eru 3,5 milljónir vegna launa og 2 milljónir vegna mötuneytis fyrir nemendur. Þessu er mætt að hluta með áætluðum hækkuðum tekjum upp á 1 milljón 760 þúsund og hins vegar með lækkun á handbæru fé upp á 3,8 milljónir. Skólavist utan lögheimilissveitarfélags. Þar er áætlaður kostnaður 2,9 milljónir sem tekið er af handbæru fé. Aukið fjármagn til reksturs Blönduskóla samtals 40,4 milljónir. Þar af eru 36,9 milljónir vegna launa. Launakostnaður hefur aukist vegna aukins kennslumagns, mikillar forfallakennslu, eingreiðslu samkvæmt samningum og breytinga á samsetningu starfsliðs. 3,5 milljónir eru vegna mötuneytis fyrir nemendur. Þessu er mætt með 3 milljóna króna aukningu á tekjum hjá skólanum, 6 milljónir eru teknar af öðrum starfsmannkostnaði og 7 milljónir með áætluðu auknu útsvari. Mismunurinn 24,4 milljónir eru teknar af handbæru fé. Aukið fjármagn til skóladagheimilisins vegna aukins launakostnaðar og matvæla samtals 1 milljón 914 þúsund. Tekið af handbæru fé. Fjármagn til að standa straum af sumarhátið (Húnavöku). Þar eru tekjuaukning áætluð 1 milljón 530 þúsund og aukning gjalda 2 milljónir 930 þúsund. Mismunurinn er tekinn af handbæru fé samtals 1,4 milljónir. Styrkur til golfklúbbsins Óss til barna- og ungmennastarfs að upphæð 300.000 kr tekið af handbæru fé. Fjármagn til reksturs Þverbrautar 1. 1. hæð. Áætlaðar tekjur eru 200.000 kr og gjöld 1 milljón 830 þúsund. Mismunurinn sem er 1 milljón 630 þúsund er tekið af handbæru fé. Viðaukinn hefur áhrif til lækkunar á rekstrarniðurstöðu ársins um 36 milljónir 284 þúsund en fjárþörf er mætt með handbæru fé.

    Byggðaráð samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2019 og vísar honum til sveitarstjórnar.

    Bókun fundar Afgreiðsla Byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 145 Byggðaráð samþykkir erindið og leggur til við sveitarstjórn að kaupa beitarhólfin á því viðmiðunarverði sem liggur fyrir fundinum.

    Tekið af öðrum skipulagskostnaði - keypt lönd, deild 09299 - lykli 2994.
    Bókun fundar Afgreiðsla Byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 6 atkvæðum.
    Arnrún Bára Finnsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins vegna tengsla.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 145 Heilsudagar verða haldnir á Blönduósi dagana 23. - 28. september þar sem áhersla verður lögð á að efla hreyfingu og heilbrigt líferni innan sveitarfélagsins. Allir tímar á vegum íþróttamiðstöðvarinnar verða fríir en einnig verður skipulögð gönguferð, hjólaferð og sundlaugarpartý. Leitast verður eftir samstarfi við íþróttafélögin, Kjörbúðin gefur ávexti sem boðið verður uppá í íþróttamiðstöðinni og Hjartavernd mun bjóða uppá fría heilsufarsmælingu á HSN.

    Heilsuhópurinn mun halda tvö námskeið; annars vegar með Janusi Guðlaugssyni þar sem hann mun fjalla um mikilvægi hreyfingar á eldri árum og hins vegar er fyrirlestur, tækniæfingar og gönguferð með Vilborgu Örnu og óskar eftir styrk að upphæð 200.000 kr.

    Byggðaráð samþykkir styrk að fjárhæð 200.000 kr. og þakkar Heilsuhópnum fyrir frumkvæðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla Byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 145 Lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 145 Drög að samningi milli Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps og Farskólans - miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra lagður fram ásamt styrkbeiðni fyrir árið 2020.

    Valdimar O. Hermannssyni, sveitarstjóra, falið að ljúka samningnum og styrkbeiðninni vísað til fjárhagsáætlunar 2020.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 145 Fyrir liggur beiðni um þátttöku sveitarfélagsins í kennslukostnaði við miðnám í Tónlistarskóla Sigursveins.

    Byggðaráð samþykkir ofangreinda umsókn að uppfylltum skilyrðum og mun sækja um endurgreiðslu frá Jöfnunarsjóði á móti þeim greiðslum eins og reglur kveða á um.

    Tekið af deild 0481 - lykli 9919 "styrkir og framlög" undir fræðslu og uppeldismál.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 145 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 145 Byggðaráð Blönduósbæjar harmar bókun byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, frá 9. september s.l., um að enda það samstarf sem verið hefur í 20 ár á Norðurlandi vestra um málefni fatlaðs fólks, sérstaklega þar sem Sveitarfélagið Skagafjörður hefur í því samstarfi á síðustu árum verið svokallað “Leiðandi sveitarfélag" og því hefur stór hluti fagþekkingar og þjónustu verið byggður upp í Skagafirði.
    Þá lýsir byggðaráð furðu sinni á því að ekki hafi verið látið reyna á nýjan samning, á milli þeirra sveitarfélaga sem lýst höfðu áhuga sínum á að halda samstarfinu áfram, á svipuðum forsendum og verið hefur. Blönduósbær mun leita leiðbeininga og álits Félagsmálaráðuneytis, vegna faglegrar umgjarðar á þjónustu við fatlað fólk á svæðinu og einnig til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um fjárhagslegar forsendur málsins.


  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 145 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 145 Lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 145 Lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 145 Lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 145 Lagðar fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 145 Lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 145 Byggðaráð samþykkir að Guðmundur H. Jakobsson fari með þau atkvæði sem tilheyra Blönduósbæ.

4.Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 19

1908003F

Fundargerð 19. fundar Landbúnaðarnefndar lögð fram til staðfestingar á 69. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 19 Landbúnaðarnefnd telur ekki ástæðu til að hreyfa við álagningu landgjalds á Geitaskarði. Ábúendur eru enda skv. skilagreiningu fjallskilareglugerðar A-Hún, fjallskilaskyldir aðilar. Heimilt er að leggja allt að einn þriðja hluta fjallskilakostnaðar á landverð jarða, að frádregnu verði ræktaðs lands og hlunninda. Blönduósbær hefur ekki nýtt sér þetta nema að litlu leyti. Tekjur af landgjaldi nema skv. fjárhagsáætlun fjallskilasjóðs í ár um 14% af heildartekjum hans. Landbúnaðarnefnd bendir jafnframt á að stærsti hluti Geitaskarðs er smalaður á kostnað fjallskilasjóðs.
  • Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 19 Landbúnaðarnefnd barst erindi frá Gauta Jónssyni í Hvammi með drögum að samningi um leigu fyrir land undir rétt, nátthaga og veg í Hvammi. Nefndin tekur jákvætt í hugmyndir Gauta um leigu. Fjallskilastjóra falið að útfæra samning í samráði við forsvarsmenn sveitarfélagsins.
  • Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 19 Lögð var fram fjárhagsáætlun og drög að gangnaseðli. Einingaverð verður 400 kr og dagsverkið 14.000 kr. Fjárhagsáætlun verður í viðhengi við fundargerð. Farið verður í þrennar göngur í Tröllabotna en tvennar á önnur svæði. Ákveðið var að halda opinn fund til umræðu um stóðsmölun á Laxárdal í haust.

5.Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 17

1908002F

Fundargerð 17. fundar Jafnréttisnefndar lögð fram til staðfestingar á 69. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 17 Jafnréttisnefnd vann að verk- og tímaáætlun sem er fylgiskjal með jafnréttisáætlun. Jafnréttisáætlunin fer til birtingar á heimasíðu sveitarfélagsins.

    Sveitarstjóra falið að senda jafnréttisáætlun Blönduósbæjar á sveitarstjórnarfulltrúa og forstöðumenn sveitarfélagsins til kynningar.
  • Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 17 Jafnréttisstofa í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Garðabæ boðar til landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga dagana 4-5. september 2019. eðal umfjöllunarefna verða jafnréttisáætlanir, jöfn meðferð, jafnlaunavottun, kynferðisleg og kynbundin áreitni, kynjasamþættin og staðalmyndir.

    Jafnréttisnefnd hvetur forsvarsmenn sveitarfélagsins, sveitarstjórnarfulltrúa og forstöðumenn stofnanna til að sækja landsfundinn.
  • Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 17 Lagt fram til kynningar.

    Jafnréttisnefnd leggur áherslu á að faglega sé staðið að jafnlaunavottuninni og jafnréttisáætlun sveitarfélagsins verði höfð að leiðarljósi í þeirri vinnu.

6.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 58

1909001F

Fundargerð 58. fundar Skipulags-, umhverfis-, og umferðarnefndar lögð fram til staðfestingar á 69. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 58 Valdimar Ó. Hermannsson kom inn á fundinn undir þessum lið. Nefndin fór yfir nokkur mál sem hún vill að áhersla verði lögð á í komandi vinnu við fjárhagsáætlun og mun skoða það nánar á milli funda.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 58 Húseigendur að Húnabraut 16, Blönduósi hlutu viðurkenningu Blönduóssbæjar 2019 fyrir fallegan og vel hirtan garð.

    Ábúendur á Móbergi í Langadal hlutu viðurkenningu Blönduóssbæjar 2019 fyrir snyrtilegt og fallegt umhverfi.

    Ámundakinn ehf. hlaut viðurkenningu Blönduóssbæjar 2019 fyrir fallegan frágang og snyrtilegt umhverfi að Hnjúkabyggð 34b.

    Viðurkenningarnar voru veittar á Húnavökuhátíðinni í júlí sl.


  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 58 Nefndin samþykkir stofnun lóðarinnar samkvæmt meðfylgjandi erindi.
  • 6.4 1906023 Gámasvæði
    Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 58 Nefndin samþykkir lóð fyrir geymslusvæði með þeim ábendingum sem fram komu á fundinum með fyrirvara um grendarkynningu. Grendarkynningin nær til lóðarinnar að Skúlahorni lnr. L209763.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 58 Nefndin samþykkir byggingaráformin.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 58 Nefndin samþykkir byggingaráformin

7.Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 16

1909003F

Fundargerð 16. fundar Menningar-, tómstunda- og íþróttanefndar lögð fram til staðfestingar á 69. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • 7.1 1809018 Almenn málefni
    Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 16 Umræður sköpuðust um málefni tengd nefndinni.
  • Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 16 Nefndin tók á móti Snjólaugu Maríu Jónsdóttur og Huldu Birnu Vignisdóttur og var farið yfir leikjanámskeiðið sem að stóð yfir í sumar. Rætt var um hvernig er hægt að standa betur að námskeiðinu, hvað tókst vel og hvað ekki. Auk þess voru vangaveltur um hvernig væri hægt að þróa starfið til hins betra á komandi árum. Nefndin vill leggja áherslu á að vel sé staðið að leikjanámskeiðinu og þróun þess.
  • Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 16 Nefndin óskar eftir því að fá sérstaka fjárveitingu til verkefna nefndarinnar sem ráðstafað verður í þau málefni sem talin eru mikilvæg hverju sinni.

    Að gengið verði í þróun starfs og ráðningu Tómstunda-og íþróttafulltrúa Blönduósbæjar.
    Að unnið verði í þróun Leikjanámskeiðs Blönduósbæjar sem stendur yfir sumartímann til dæmis með auknu fjármagni og vinnu.
    Skjólið/Frístundaheimili. Að lögð verði áhersla á að bæta og efla aðstöðu og starf Skjólsins og stuðla að því að Frístundaheimili Blönduósbæjar verði að veruleika.
    Að sett verði fjármagn í að koma upp ungbarnaleikvelli eða leikvelli sem að hentar yngri börnum samfélagsins á opnu svæði innan bæjarins.
    Að Blönduósbær taki skref í átt að Heilsueflandi samfélagi.
    Að lagt verði fjármagn í endurbætur og fjölgun göngustíga í og við Blönduósbæ til þess að stuðla að og efla heilbrigði og útivist bæjarbúa.
    Húnavaka. Að haldið verði áfram að betrumbæta og styrkja bæjarhátíð Blönduósbæjar.
    17.júní. Að lögð sé áhersla á að viðhalda hátíðarhöldum á þessum degi.
  • Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 16 Farið var yfir nýjar viðmiðunarreglur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Mennta- og menningarmálaráðuneyti er varðar hlutverk frístundaheimila. Hulda Birna fór yfir stöðu og starfsemi frístundaheimilisins.

8.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 57

1906005F

Fundargerð 57. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar lögð fram til kynningar á 69. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 57 Erindið lagt fram til kynningar. Umræður urðu um eflingu á skógrækt í sveitarfélaginu. Rætt var um möguleika á að skilgreina hluta af jörðinni Enni sem skógræktarsvæði.
  • 8.2 1907002 Bæjarskilti
    Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 57 Umræður urðu um verkefnið. Lögð var fram tillaga frá Nýprent um bæjarskilti. Samþykkt að vinna áfram að verkefninu.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 57 Farið yfir nokkrar gönguleiðir í þéttbýli á Blönduósi og rætt um að gera þriggja ára áætlun um uppbyggingu göngustíga. Vinna þarf frekar að verkefninu m.a. með því að hnitsetja gönguleiðir á svæðinu. Nefndin telur verkefnið mikilvægt og til eflingar í samfélaginu og verður unnið áfram að verkefninu á milli funda í samstarfi við starfsmenn sveitarfélagsins.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 57 Fulltrúar úr nefndinni munu fara í vettvangsferð og verða tillögur nefndarinnar bókaðar á næsta fundi.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 57 Umræður urðu um geymslusvæði fyrir gáma, skipulagsfulltrúa og tæknideild falið að útfæra tillögu að geymslusvæði og kynna fyrir nefndinni.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 57 Nefndin samþykkir að veita framkvæmdarleyfi og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá því. Nefndin ítrekar að tryggja þarf öryggi gangandi og hjólandi á brúnni á framkvæmdatímanum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 57 Nefndin samþykkir að veita framkvæmdarleyfi með fyrirvara um umsagnir og felur skipulagsfulltrúa að gefa út leyfið þegar umsagnir hafa borist.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 57 Nefndin samþykkir byggingaráformin.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 57 Farið var yfir málsmeðferð á umsóknum við minniháttar breytingar á fasteignum og fór byggingarfulltúi yfir dæmi um slíkt og með hvaða hætti það tengist byggingarreglugerð og afgreiðslu mála. Byggingarfulltrúi tekur saman minnisblað um málsmeðferðina.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 57 Fundargerð lögð fram til kynningar

9.Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 34

1906006F

Fundargerð 34. fundar Fræðslunefndar lögð fram til kynningar á 69. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 34 Þuríður Þorláksdóttir fór yfir starfsmannamál Blönduskóla og þær ráðningar sem hafa verið gerðar.
    Annars vegar var ráðin Hafrún Ýr Halldórsdóttir í 70% starf.
    Hins vegar var ráðin Páley Sonja Wiium í 100% starf.
    Ráðningin staðfest með 4 atkvæðum, Atli Einarsson vék af fundi meðan á atkvæðagreiðslu stóð vegna tengsla.
    Skólastjóri kynnti hugmynd um að ráða tímabundið verkefnissjóra tæknimála í 25-30% stöðu vegna innleiðingar tækninýjunga í skólastarfið.
    Fræðslunefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til Byggðaráðs.
  • 9.2 1903016 Mötuneytismál
    Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 34 Valdimar O. Hermannsson fór yfir stöðu og hugmyndir varðandi mötuneytismál Blönduskóla. Vegna framkvæmda við Blönduskóla á komandi vetri verður ekki mögulegt að ráða matráð við mötuneyti Blönduskóla næstkomandi vetur.
    Fræðslunefnd leggur áherslu á að í fjárhagsáætlun næsta árs verði gert ráð fyrir fullbúnu framleiðslueldhúsi í Blönduskóla og fyrir liggi samanburður á framleiðslueldhúsi sem rekið er af sveitarfélaginu annars vegar og aðkeyptum mat hins vegar.
    Fræðslunefnd mælir með því að skólamáltíðir fyrir bæði skólastig verði boðnar út til eins árs fyrir næsta vetur.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 34 Jóhanna G Jónasdóttir fór yfir starfsmannamál Barnabæjar og þær ráðningar sem hafa verið gerðar.
    Agnieszka Maqdziak hefur verið ráðin í 100% starf.
    Violetta Zebrowska hefur verið ráðin í 60% starf.
    Ágústa H. Óskarsdóttir hefur sagt starfi sínu sem sérkennslustjóri lausu og hefur Sigríður Helga Sigurðardóttir verið ráðin til eins árs í þá stöðu.
    Áfram verður rætt um starfsmannamál á næsta fundi þar sem ekki eru allar stöður fullmannaðar.
    Fræðslunefnd samþykkir ráðningarnar samhljóða fyrir sitt leyti.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 34 Leikskólastjóri fór yfir undirbúning ytra mats Barnabæjar sem fer fram í byrjun október.

10.Byggðaráð Blönduósbæjar - 141

1906004F

Fundargerð 141. fundar Byggðaráðs lögð fram til kynningar á 69. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 141 Sigrún Hauksdóttir, aðalbókari mætti undir þessum lið og fór yfir þriggja mánaða stöðu Blönduósbæjar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 141 Byggðaráð samþykkir ótímabundið leyfi Rannveigar Lenu frá sveitarstjórn og öðrum nefndum. Jafnframt var samþykkt að Arnrún Bára Finnsdóttir taki sæti í sveitarstjórn í hennar stað.
    Byggðaráð fyrir hönd sveitarstjórnar þakkar Rannveigu Lenu fyrir störf sín í þágu sveitarfélagsins.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 141 Byggðaráð samþykkir að leigja út Skúlabraut 21 aftur með vísan í fyrirliggjandi gögn.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 141 Fyrir liggur að Advania mun á næstu mánuðum klára þá vinnu sem þeir hafa verið ráðnir til vegna grunnvinnu persónuverndarmálum.
    Byggðaráð samþykkir að leita eftir tilboðum frá 3 aðilum vegna áframhaldandi vinnu við persónuverndarmál sveitarfélagsins.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 141 Erindi lagt fram til kynningar. sveitarstjóra falið að kanna betur möguleika Blönduósbæjar til þátttöku í skógræktar verkefnum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 141 Sveitarstjóra og formanni byggðaráðs falið að vinna málið áfram á grundvelli þeirrar umræðu sem var á fundinum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 141 Sveitarfélagið samþykkir að ganga til samninga um afhendingu götulýsingarkerfis til eigna í Blönduósbæ. Samningur verður lagður fyrir byggðaráð þegar samningur liggur fyrir.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 141 Fundargerð lög fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 141 Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 141 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 141 Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn frá Brimslóð ehf kt.451101-3740 , um leyfi til að reka gististað í flokki II að Brimslóð 8, Blönduósi.
    Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn, m.a. um að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

    Byggðaráð gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila

11.Byggðaráð Blönduósbæjar - 142

1907001F

Fundargerð 142. fundar Byggðaráðs lögð fram til kynningar á 69. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

12.Byggðaráð Blönduósbæjar - 143

1908001F

Fundargerð 143. fundar Byggðaráðs lögð fram til kynningar á 69. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Fundi slitið - kl. 18:50.

Var efnið á síðunni hjálplegt?