76. fundur 10. mars 2020 kl. 17:00 - 19:29 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson 1. varaforseti
  • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Jón Örn Stefánsson varamaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson forseti
  • Hjálmar Björn Guðmundsson aðalmaður
  • Magnús Valur Ómarsson varamaður
  • Zophonías Ari Lárusson varamaður
Starfsmenn
  • Atli Einarsson ritari
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson
Dagskrá

1.Menntamálastofnun -Ytra mat á leikskólanum Barnabæ

2001023

MMS- Ytra mat Barnabæjar - Rammi að umbótaáætlun.
Sveitarstjórn yfirfór umbótaáætlun vegna ytra mats Leikskólans Barnabæjar og gerir ekki athugasemdir við áætlunina eins og hún liggur fyrir.

Að loknum umræðum um áætlunina var hún borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

Sveitarstjórn vísar áætluninni til Fræðslunefndar til umfjöllunar og eftirfylgni.

2.Byggðasamlög - samþykktir

2003001

Byggðasamlög - samþykktir og útreikningar
Sveitarstjórn fór yfir samþykktir byggðarsamlaga sem lágu fyrir fundinum.
Umræður urðu um samþykktirnar og þróun kostnaðarþátttöku undanfarinna ára í byggðarsamlögunum og framtíð þeirra.

Sveitarstjórn vísar málinu til Byggðaráðs til frekari umfjöllunar og eftirfylgni.

3.Lánasjóður íslenskra sveitarfélaga - afgreiðsla vegna láns

2003002

Erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga vegna afgreiðslu láns.
Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 110.000.000 kr., til 14 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum.

Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2 mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til þess að fjármagna m.a. viðbyggingu við Blönduskóla ásamt öðrum framkvæmdum í sveitarfélaginu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Valdimari O. Hermannssyni kt. 110660-3599, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Blönduósbæjar að undirrita lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita, gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántöku þessari.

Samþykkt af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

4.Byggðaráð Blönduósbæjar - 157

2002006F

Fundargerð 157. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 76. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 4.10 og 4.11 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

5.Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 36

2002004F

Fundargerð 36. fundar Fræðslunefndar lögð fram til staðfestingar á 76. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 36 Jóhanna G. Jónasdóttir leikskólastjóri fór yfir Ytra mat Barnabæjar sem Menntamálastofnun gerði fyrir leikskólann. Skýrslan kemur almennt vel út en unnið er að úrbótaáætlun vegna þeirra þátta sem betur mega fara. Þegar úrbótáætlun er lokið verður skýrslan birt á veg Menntamálastofnunnar.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 36 Valdimar O Hermannsson sveitastjóri, fór yfir minnisblað um skólamötuneyti ásamt kosntaðaráætlun um að fullgera núverandi mötuneyti með tækjum og búnaði. Farið yfir kosti og galla við framleiðslu eldhús eða aðkeyptrar þjónustu. Skólastjóra og formanni fræðslunefndar falið að undirbúa könnun sem lögð verður fyrir foreldra um mögulega aukna þjónustu mötuneytis. Frekar verður fjallað um málið á næsta fræslunefndarfundi.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 36 Þórhöllu Guðbjartsdóttur skólastjóra og Önnu Margréti Jónsdóttir formanni fræðslunefndar falið að búa til drög að reglum um hvenær eigi að fella niður skólaakstur vegna veðurs / færðar. Verða þau drög lögð fyrir næsta fund fræðslunefndar.

6.Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 20

2002005F

Umræðum um fundargerðina frestað til næsta fundar þar sem nægileg gögn liggja ekki fyrir.
  • Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 20 Nefndin fór yfir lóðarleigusamning vegna Hvammsréttar í Langadal. Nefndin samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til sveitarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.
  • 6.2 2002020 Drónakaup
    Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 20 Halldór Skagfjörð Jónsson hefur leitað til landbúnaðarnefndar um styrk til fjallskilasjóðs til drónakaupa sem nota mætti í fjárleitir. Nefndin tekur jákvætt það gegn því að gerður verði samningur við Halldór sem skuldbindi hann til að sinna ákveðnum verkefnum fjallskila. Fjallskilastjóra falið að útfæra það nánar.

7.Munnleg skýrsla sveitarstjóra

1901013

Skýrsla sveitarstjóra.
Valdimar O Hermannsson, sveitarstjóri, fór yfir stöðu ýmissa mála í sveitarfélaginu.

Skýrslan verður birt á vefsíðu sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 19:29.

Var efnið á síðunni hjálplegt?