86. fundur 15. desember 2020 kl. 17:00 - 18:40 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson 1. varaforseti
  • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson aðalmaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson forseti
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Lee Ann Maginnis varamaður
Starfsmenn
  • Atli Einarsson ritari
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson ritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2021 - síðari umræða ásamt þriggja ára áætlun 2022-2024

2012004

Fjárhagsáætlun Blönduósbæjar fyrir árið 2021 var unnin af byggðaráði og hefur verið góð samvinna allra aðila um áherslur við fjárhagsáætlunargerð.

Áætlað er að heildartekjur á næsta ári verði 1.283 milljónir króna og rekstrargjöld verði 1.322 milljónir króna. Fjárhagsáætlun 2021 gerir ráð fyrir að rekstur fyrir fjármagnsliði verði neikvæður um 39 milljónir króna, en rekstur fyrir fjármagnsliði 2019 var jákvæður um 68 milljónir króna.

Fjármagnsliðir eru áætlaðir 57 milljónir 2021, en voru 45 milljónir 2019.

Fjárhagsáætun 2021 gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði neikvæð um 96 milljónir árið 2021, en útkomuspá gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins 2020 verði neikvæð um 120 milljónir króna.
Ekki er gert ráð fyrir veltufé frá rekstri árið 2021, en það var jákvætt um 121 milljón árið 2019. Útkomuspá gerir ráð fyrir að á árinu 2020 verði 11 milljóna króna veltufé frá rekstri.

Fjárfestingar eru áætlaðar 136 milljónir króna, árið 2021, og ber þar hæst framkvæmdir við Blönduskóla, ásamt öðrum áætluðum framkvæmdum.

Gert er ráð fyrir lántöku að fjárhæð 200 m.kr., á árinu 2021, en afborganir langtímalána verði 142 m.kr. á árinu. Langtímaskuldir munu hækka um liðlega 100 milljónir á milli ára.

Gjaldskrár hækka almennt um 2,7%, sem er í samræmi við þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.

Fjárhagsáætlun Blönduósbæjar fyrir árið 2021 er nú unnin við óvenjulegar aðstæður þar sem áhrif heimsfaraldurs COVID-19 hefur haft áhrif á rekstur og áætlanir allra sveitarfélaga í landinu, þar sem tekjur hafa dregist saman bæði frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og vegna lækkunar á öðrum tekjum, á sama tíma og launakostnaður hefur verið að hækka vegna áhrifa lífskjarasamninga.

Sveitarstjórn hefur verið sammála um þær áherslur að skerða ekki þjónustu og leitast við að halda framkvæmdum áfram eins og mögulegt er, með áherslu á að klára verknámsbyggingu við Blönduskóla á fyrri hluta næsta árs, þó svo að aðrar framkvæmdir verði að bíða þar til efnahagsástand hefur batnað.

Í ljósi aðstæðna þá mun staðan verða metin um mitt ár og gerðar viðeigandi ráðstafanir fyrir síðari hluta ársins, með væntingum um betri stöðu framundan.

Íbúum sveitarfélagsins hefur farið fjölgandi á síðustu þremur árum og voru 957 þann 1.desember 2020, og er allt útlit fyrir að sú fjölgun haldi áfram.

Sveitarstjórn vill þakka byggðaráði og starfsfólki Blönduósbæjar fyrir þá miklu vinnu sem liggur að baki gerð fjárhagsáætlunar og það samstarf sem náðst hefur við alla stefnumörkun á þessum óvenjulegum tímum.

Að loknum umræðum um fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun voru þær bornar upp og samþykktar með 7 atkvæðum samhljóða.

2.Gjaldskrár Blönduósbæjar 2021

2012005

Útsvarshlutfall Blönduósbæjar 2020 er 14,52%.

Aðrar gjaldskrár eru sem hér segir:

Gæludýrahald
Skráningargjald - eingreiðslugjald gildir bæði um hunda og ketti 3.270 kr.
Hundar og kettir - handsömun 1. skipti 10.530 kr
handsömun 2. skipti 18.950 kr.
handsömun 3. skipti 29.170 kr.
handsömun ekkert leyfi 22.900 kr.
Hundaleyfisgjald, árgjald 10.480 kr.
Kattaleyfisgjald, árgjald 3.750 kr.
Vikugjald á hross í hagagöngu í Vatnahverfi og Kúagirðingu 420 kr.

Leikskólinn Barnabær
Hver klst. á mánuði 3.476 kr.
Systkinaafsláttur 35% 2.265 kr.
Forgangshópur 40% 2.090 kr.
4 klst. - Dvalargjald 13.921 kr.
Systkinaafsláttur 35% 9.053 kr.
Forgangshópur 40% 8.355 kr.
Systkinaafsláttur forgangshópa 5.428 kr.
5 klst. - Dvalargjald 17.403 kr.
Systkinaafsláttur 35% 11.318 kr.
Forgangshópur 40% 10.445 kr.
Systkinaafsláttur forgangshópa 6.788 kr.
6 klst. - Dvalargjald 20.879 kr.
Systkinaafsláttur 35% 13.572 kr.
Forgangshópur 40% 12.529 kr.
Systkinaafsláttur forgangshópa 8.139 kr.
7 klst. - Dvalargjald 24.324 kr.
Systkinaafsláttur 35% 15.836 kr.
Forgangshópur 40% 14.624 kr.
Systkinaafsláttur forgangshópa 9.500 kr.
8 kst. - Dvalargjald 27.847 kr.
Systkinaafsláttur 35% 18.096 kr.
Forgangshópur 40% 16.704 kr.
Systkinaafsláttur forgangshópa 10.850 kr.
3ja barn, dvalargjald 0 kr.
Morgunmatur 2.250 kr.
Hádegismatur 4.650 kr.
Síðdegishressing 2.250 kr.
Hálftímagjald 1.738 kr.
Systkinaafsláttur 35% 1.217 kr.
Forgangshópur 40% 1.390 kr.
Systkinaafsláttur forgangshópa 730 kr.
Systkinaafsláttur er á milli leikskóla og skóladagheimilis. Hæsti afsláttur reiknast af lægsta dvalargjaldinu. Afsláttur reiknast eingöngu af dvalargjaldi, ekki af fæði eða öðrum gjöldum.

Blönduskóli
Skólastofa, stór - leiga í eina nótt 5.880 kr.
Stólar pr. stk. - allt að 24 klst 194 kr.
Skólastofa til fundarhalda 4 klst 4.305 kr.
Skólastofa til fundarhalda, hver viðbótar klst. 920 kr.
Myndvarpi (úr skóla) allt að 24 klst 3.150 kr.
Skjávarpi (úr skóla) allt að 24 klst 6.195 kr.
Ljósritun pr. stk. - hámark 100 stk. 20 kr.
Leiga á skólamötuneytissal - 42.000 kr.
Leiga á skólamötuneytissal án eldhúss - 21.000 kr.

Skólamáltíðir
Yngri börn (1.-4. bekkur), 428 kr.*
Eldri börn (5.-10. bekkur), 471 kr.*
*Fylgir verðlagsþróun og verður endurskoðað í upphafi nýs skólaárs

Skóladagheimili
Vistun - pöntuð fyrirfram klst. 264 kr.
Aukatími hver klst. 322 kr.
Síðdegishressing, hvert skipti 117 kr.
Systkynaafsláttur - 35%
Forgangshópar - 40 %

Íþróttamiðstöðin á Blönduósi
Einstakt gjald fullorðnir (18 ára og eldri) 1.100 kr.
10 miða kort fullorðnir (18 ára og eldri) 7.400 kr.
30 miða kort fullorðnir (18 ára og eldri) 13.900 kr.
Árskort fullorðnir (18 ára og eldri) 30.000 kr.
Stakt gjald börn/eldri borgarar/öryrkjar (börn 8-18 ára) 350 kr.
10 miða kort börn/eldri borgarar/öryrkjar (börn 8-18 ára) 2.500 kr.
30 miða kort börn/eldri borgarar/öryrkjar (börn 8-18 ára) 5.600 kr.
Árskort börn/eldri borgarar/öryrkjar (börn 8-18 ára) 15.900 kr.
Leiga per braut 3.800 kr.
Leiga fyrir alla sundlaugina 14.500 kr.
Leiga á handklæði 700 kr.
Leiga á sundfatnaði 700 kr.
Leiga á sundfatnaði og handklæði 1.000 kr.
Þrek/sund stakur tími 2.000 kr.
Þrek/sund stakur tími skólaverð (15-18 ára)/eldri borgarar/öryrkjar 950 kr.
Þrek/sund 10 tíma kort - gildir í eitt ár 10.000 kr.
Þrek/sund 10 tíma kort börn(15-18 ára)/eldri borgarar/öryrkjar - gildir í eitt ár 6.000 kr.
Þrek/sund mánaðarkort 11.500 kr.
Þrek/sund mánaðarkort börn (15-18 ára)/eldri borgarar/öryrkjar - gildir í eitt ár 7.700 kr.
Þrek/sund 3 mánaða kort 18.000 kr.
Þrek/sund 3 mánaða kort Börn (15-18 ára)/eldri borgarar/öryrkjar - gildir í eitt ár 13.000 kr.
Þrek/sund 6 mánaða kort 25.500 kr.
Þrek/sund 6 mánaða kort Börn (15-18 ára)/eldri borgarar/öryrkjar - gildir í eitt ár 18.000 kr.
Árskort þrek/sund 47.000 kr.
Gullkort (Gildir í þrek/sund og alla tíma í íþróttasal á vegum IMB) 55.000 kr.
Árskort þrek/sund Börn (15-18 ára)/eldri borgarar/öryrkjar 35.000 kr.
25% afsláttur af árskortum fyrir starfsmenn Blönduósbæjar
Leiga á sal 1/1 klst. 8.700 kr.
Leiga á sal 1/3 klst. 4.300 kr.
Leiga á sal 2/3 klst. 5.700 kr.
Leiga á Norðursal klst. 5.100 kr.
Stakir tímar í íþróttasal 1 1/2 klst. 1.100 kr.
Stakir tímar í íþróttasal 1 klst. 850 kr.
10 skipti tímar í íþróttasal (1 1/2 klst.) 8.000 kr.
10 skipti tímar í íþróttasal (1 klst.) 6.000 kr.
Eldri borgarar og öryrkjar með lögheimili á Blönduósi fá frítt í þrek og sund.
Börn á Blönduósi að 18 ára aldri fá frítt í sund og þrek þau sem hafa aldur til.

Akstursþjónusta fatlaðra
Gjaldskrá tengd strætisvagnagjaldi fatlaðra og öryrkja

Félagsstarf aldraðra
Álagning vegna efnissölu 50%

Gjaldskrá sorps
Sorpeyðningargjald vegna sumarhúsa innan sveitarfélagsins 23.500 kr.
Tæmingar rotþróa í sveitarfélaginu, 0 - 2000 ltr., árgjald - ein tæming 10.680 kr.
2001 - 4000 ltr. ein tæming 13.610 kr.
4001 - 6000 ltr. ein tæming 14.635 kr.
Stærri en 6000 ltr. hver rúmm. 18.435 kr.
Aukatæming hvert skipti 10.730 kr.

Sorpgjald heimila
sorphirða 23.500 kr.
sorpförgun 23.500 kr.
alls íbúðahúsnæði 47.000 kr.

Endurvinnslustöð - gjaldskyldur úrgangur
0,25 m³ 1.250 kr.
0,50 m³ 2.500 kr.
0,75 m³ 3.750 kr.
1 m³ 5.000 kr.
Stærri farmar eftir magni að 5 m³

Þjónustumiðstöð og vinnuskóli
Vörubíll með krana, hver klst. 10.275 kr.
Dráttarvél Case, hver klst. 8.110 kr.
Haugsuga, hver klst. 3.245 kr.
Kerrur, daggjald 5.410 kr.
Jarðvegsþjappa, daggjald 9.200 kr.
innri leiga - tækjaleiga ekki heimil

Sláttuorf, daggjald 4.870 kr.
Sláttuvél með drifi, 4.870 kr.
Vinnuskóli, sleginn garður, lítill
hvert skipti 8.655 kr.
Vinnuskóli, sleginn garður, meðalstór
hvert skipti 10.850 kr.
Vinnuskóli, sleginn garður, stór
hvert skipti 15.141 kr.
Verkamaður, útseld dagvinna
hver klst. 5.750 kr.
Verkamaður, útseld yfirvinna
hver klst. 10.350 kr.
Vinnuskóli, útseld vinna
hver klst. 2.350 kr.

Að loknum umræðum um gjaldskrár voru þær bornar upp og samþykktar með 7 atkvæðum samhljóða.

3.Gjaldskrár Blönduósbæjar 2021 - Fasteignagjöld

2012006

Álagning fasteignaskatts:
A-hluti fasteignaskatts (íbúðarhúsnæði) er 0,50% af hús- og lóðarmati
A-hluti fasteignaskatts (hesthús og gripahús í þéttbýli) er 0,50% af hús- og lóðamati
B-hluti fasteignaskatts (opinbert húsnæði) er 1,32% af hús- og lóðarmati
C-hluti fasteignaskatts (atvinnuhúsnæði og annað en að neðan greinir) er 1,65% af hús- og lóðamati

Vatnsgjald á A-hluta, B-hluta og C-hluta fasteigna (íbúðar-, opinbert- og atvinnuhúsnæði) er 0,275% af hús- og lóðarmati
Holræsagjald á A-hluta, B-hluta og C-hluta fasteigna (íbúðar-, opinbert- og atvinnuhúsnæði) er 0,25% af hús- og lóðarmati. Rotþróargjald er lagt á fasteignir sem tengjast rotþróm og fer gjaldtakan eftir stærð þeirra.
Lóðarleiga fyrir A-hluta, B-hluta og C-hluta fasteigna (íbúðar-, opinbert- og atvinnuhúsnæði) er 2,0% af fasteignamati lóðar, fyrir ræktunarlóðir 7.650 kr. á hektara, að lágmarki 10.250 kr.
Sorpgjöld: Innheimt á hverja íbúð vegna sorphirðu: kr. 23.500,-
Innheimt á hverja íbúð vegna sorpeyðingar: kr. 23.500,-
Innheimt á sumarhús, hesthús og gripahús í þéttbýli vegna sorpeyðingar: kr. 23.500,-

Reglur um afslátt fasteignaskatts 2021.

1. gr.
Umsækjandi skal hafa átt lögheimili í Blönduósbæ 1. desember 2020.

2. gr.
Rétt til afsláttar hafa elli- og örorkulífeyrisþegar, á grundvelli 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.

3. gr.
Niðurfelling á fasteignaskatti er tekjutengd og getur mest orðið kr. 60.500,-


4. gr.
Tekjumörk á árinu 2019 eru:
Einstaklingar með skattskyldar tekjur allt að kr. 3.815.000 fá 100% afslátt.
Einstaklingar með skattskyldar tekjur yfir kr. 5.100.000 fá 0% afslátt.

Hjón með skattskyldar tekjur allt að kr. 5.100.000 fá 100% afslátt.
Hjón með skattskyldar tekjur yfir kr. 7.000.000 fá 0% afslátt.

Tekjur innan skilgreindra tekjumarka veita hlutfallslegan afslátt.

5. gr.
Skilyrði fyrir niðurfellingu er að viðkomandi búi sjálfur í húsnæðinu og hafi ekki af því leigutekjur. Við andlát maka styrkir sveitarsjóður eftirlifandi um sömu upphæð og nemur útreiknaðum afslátti ársins.

6. gr.
Upplýsingar um tekjur vegna útreiknings er sóttur vélrænt á vef Ríkisskattstjóra www.rsk.is í gegnum álagningarkerfi Fasteignaskrár Íslands.

7. gr.
Ekki þörf á sérstökum umsóknum vegna afsláttar.

8. gr.
Athugasemdir vegna útreiknings afsláttar skulu berast skriflega til skrifstofu Blönduósbæjar eigi síðar en 1. júní 2021.

Gjalddagar álagðra fasteignagjalda umfram kr. 25.000,- eru: 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst, 1. september, 1. október & 1. nóvember. Gjalddagi álagðra fasteignagjalda undir kr. 25.000,- er 15. maí. Hægt er að óska eftir því að greiða öll gjöld á einum gjalddaga sem er 15. maí. Sækja þarf um gjalddagabreytingu á bæjarskrifstofu fyrir 15. febrúar 2021. Eindagi gjalddaga eru 30 dagar.

Að loknum umræðum um gjaldskrá fasteignagjalda var hún borin upp og samþykktar með 7 atkvæðum samhljóða.

Sigrún Hauksdóttir vék af fundi kl. 18:25.

4.Byggðasamlag um Tónlistarskóla A-Hún - Fundargerð 51. fundar stjórnar frá 30. nóvember ásamt fjárhagáætlun 2021

2012007

Fundargerð 51. fundar Byggðasamlags um Tónlistarskóla A-Hún auk fjárhagsáætlunar Byggðasamlags um Tónlistarskóla A-Hún 2021 lögð fram til samþykktar á 86. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina og fjáhagsáætlunina voru þær bornar upp og samþykktar af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

5.Brunavarnir Austur-Húnvetninga - Fundargerð stjórnar frá 9. desember og fjárhagsáætlun 2021

2012008

Fundargerð stjórnar Brunavarna Austur-Húnvetninga frá 9. des. 2020 auk fjárhagsáætlunar Brunavarna Austur-Húnavetninga 2021 lögð fram til samþykktar á 86. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina og fjáhagsáætlunina voru þær bornar upp og samþykktar af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

6.Byggðasamlag um menningar- og atvinnumál í A-Hún. - Fundargerð stjórnar frá 10. desember og fjárhagsáætlun 2021

2012009

Fundargerð stjórnar Byggðasamlags um menningar- og atvinnumál frá 10. des. 2020 auk fjárhagsáætlunar Byggðasamlags um menningar- og atvinnumál 2021 lögð fram til samþykkar á 86. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina og fjáhagsáætlunina voru þær bornar upp og samþykktar af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

7.Byggðaráð Blönduósbæjar - 178

2012001F

Fundargerð 178. fundar byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 86. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 7.2 og 7.3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:40.

Var efnið á síðunni hjálplegt?