87. fundur 12. janúar 2021 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson 1. varaforseti
  • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson aðalmaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson forseti
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
  • Þórarinn Bjarki Benediktsson varamaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson ritari
Dagskrá
Forseti sveitarstjórnar bauð Þórarinn Bjarka Benediktsson velkominn á sinn fyrsta sveitarstjórnarfund
Í byrjun fundar óskaði forseti sveitarstjórnar Hjálmar Björn Guðmundsson um að tveimur málum yrði bætt við á dagskrá fundarins.
Málsnúmer 2101009 - Samþykktir Norðurár bs. sem verður 5. liður í dagskrá og Málnúmer 2101010 - Erindi frá Birnu Ágústsdóttur sem verður 7. liður í dagskrá.

Samþykkt samhljóða.

1.Brunavarnir Austur-Húnvetninga - Fundargerð stjórnar frá 6.janúar 2021

2101008

Fundargerð stjórnar Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu frá 6.janúar 2021
Sveitarstjórn Blönduósbæjar lýsir yfir áframhaldandi stuðningi við uppbyggingu Brunavarna Austur Húnvetninga. Miklar breytingar hafa verið gerðar á starfsemi slökkviliðsins undanfarin ár, brunavörnum í héraði til heilla.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 179

2012003F

Fundargerð 179. fundar Byggðaráðs Blönduósbæjar lögð fram til staðfestingar á 87. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 2.1 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 179 Kristín Ingibjörg launafulltrúi mætti undir þessum lið. Byggðaráð samþykkir styttingu vinnuvikunnar eins og samið var um er varðar lágmarksstyttingu frá og með 1.janúar 2021. Tillögum deilda vísað til sveitarstjórnar og óskað eftir umsögnum deildarstjóra. Kristín vék af fundi klukkan 18:15 Bókun fundar Fyrir fundinum liggja umbeðnar umsagnir deildarstjóra. Fór sveitarstjóri yfir það vinnuferli sem viðhaft hefur verið ásamt leiðbeiningum undir yfirskriftinni: ,,Betri vinnutími í dagvinnu"

    Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir tillögur deilda eins og þær eru lagðar fram, til reynslu í fjóra mánuði en sá tíma verði notaður til nánari útfærslu þeirra hugmynda sem fram hafa komið í þessari vinnu.
    Þá verði reynslutíminn til 1. maí 2021 einnig nýttur í áframhaldandi umbótasamtöl um betri vinnutíma í dagvinnu og þau viðmið sem munu gilda um hann og verða gefin út í framhaldi af samþykkt þessari.
    Endurskoðun og endurmat á reynslutíma skal vera lokið fyrir 10. apríl 2021 og málið lagt aftur fyrir sveitarstjórn á fundi sem áætlaður er þriðjudaginn 13. apríl 2021.
    Markmið breytinganna er að ekki verði þjónustuskerðing eða aukinn kostnaður hjá sveitarfélaginu.

    Samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 179 Byggðaráð tekur jákvætt í erindið, óskar eftir frekari upplýsingum um útfærslur og frestar afgreiðslu.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 179 Byggðaráð þakkar fyrir upplýsingarnar frá Landgræðslunni og vill þakka henni sem og þeim sem tóku þátt í verkefninu Bændur græða landið á árinu 2020 í Blönduósbæ fyrir sitt framlag.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 179 Byggðaráð staðfestir fundargerðina sem og áætlunina.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 179 Lagt fram til kynningar
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 179 Lagt fram til kynningar
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 179 Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim umsóknum sem borist hafa. Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 179 Lagt fram til kynningar

3.Byggðaráð Blönduósbæjar - 180

2101001F

Fundargerð 180. fundar Byggðaráðs Blönduósbæjar lögð fram til staðfestingar á 87. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 3.1,3.2 og 3.3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 180 Elsa Arnardóttir, Jóhanna Erla Pálmadóttir og Katarina Angela Schneider frá Textílmiðstöð Íslands mættu undir þessum lið. Textílmiðstöð Íslands fær til afnota húsnæði að Þverbraut 1 (2137209). Farið var yfir þær dagsetningar sem hægt er að afhenda húsnæðið en það verður gert í þrepum eftir nánara samkomulag við Blönduskóla og framkvæmdasvið Blönduósbæjar. Rætt verður við SSNV um aðkomu að uppsetningu og rekstri TextílLabs. Elsa, Jóhanna og Katarina yfirgáfu fundnn klukkan 13:30.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 180 Tilgangur verkefnisins er að auka við stafrænar lausnir sveitarfélaga. Byggðaráð samþykkir að taka þátt í verkefninu. Tekið af lið 2140-4390.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 180 Byggðaráð samþykkir að slíta félögunum samkvæmt leiðbeiningum KPMG.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 180 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 180 Lagt fram til kynningar.

4.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 69

2101002F

Fundargerð 69. fundar skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar lögð fram til staðfestingar á 87. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 69 Nefndin samþykkir niðurrifin.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 69 Lögð er fyrir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi Landskipulagsstefnu. Nefndin tekur undir umsögn Sambandsins. Gæta þarf að því að auka ekki enn frekar á flækjustig og kostnað við gerð skipulags sveitarfélaga.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 69 Umsögn barst frá eftirfarandi aðilum sem ekki gerðu athugasemdir, Húnavatnshrepp, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagafirði, Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra.
    Í umsögn Vegagerðarinnar komu athugasemdir um legu reiðleiðar og að að Þverárfjallsvegur sé að hluta innan þéttbýlismarka sveitarfélagsins. Lagt er til að reiðleiðir verða samræmdar á kortum og þéttbýlismörkin verða færð þannig að þau nái að Þverárfjallsvegi í stað þess að ná yfir hann. Nefndin telur að það sé fyrir bestu að þéttbýlið sé fyrir utan veginn og mun það ekki hafa áhrif á byggð eða byggðarþróun næstu áratugina. Ekki er fyrirhuguð byggð á þessu svæði eða nálægt því í gildandi aðalskipulagi. Blönduósbær er landeigandi að umræddu landi.
    Minjastofnun gerir athugasemd vegna minja innan áhrifasvæðis vegarins og ljóst að það þurfi að fara í mótvægisaðgerðir til verndar eða rannsóknir á fleiri en einum minjastað. Sveitarfélagið bætir við skipulagið að framkvæmdaraðilar þurfi að vinna verkið í fullu samráði við Minjastofnun. Aðrar athugasemdir bárust ekki.
    Nefnin samþykkir aðalskipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa að uppfæra og afgreiða skipulagið skv. 32 grein skipulagslaga.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 69 Umsagnir án athugasemda bárust frá eftirfarandi aðilum: Húnavatnshreppi, Skagabyggð, Sveitarfélaginu Skagafirði, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, Vegagerðinni og Minjastofnun. Nefnin samþykkir breytingar á deiliskipulaginu og felur
    skipulagsfulltrúa falið að afgreiða skipulagið skv. 42 grein skipulagslaga.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 69 Lóðin er á skipulögðu iðnaðarsvæði og er að hluta til nýtt af öðrum aðila. Afgreiðslu umsóknarinnar er vísað til byggðaráðs.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 69 Nefndin samþykkir byggingaráformin

5.Samþykktir Norðurár bs. seinni umræða

2101009

Samþykktir Norðurár bs. Seinni umræða.
Sveitarstjórn samþykkir nýjar samþykktir fyrir Norðurá bs. með 7 atkvæðum.

6.Munnleg skýrsla sveitarstjóra

1901013

Skýrsla sveitarstjóra
Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála í sveitarfélaginu.
Skýrslan verður birt á vefsíðu sveitarfélagsins.

7.Erindi frá Birnu Ágústsdóttur

2101010

Erindi frá Birnu Ágústsdóttur.
Með vísan til 2. mgr. 30. gr. og 2. málsl. 1. mgr. 49. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 biðst ég hér með lausnar frá störfum í sveitarstjórn og nefndum á vegum sveitarfélagsins til loka kjörtímabils, en nýverið var ég skipuð sýslumaður á Norðurlandi vestra. Tel ég mig ekki geta sinnt skyldum í sveitarstjórn samhliða hinu nýja starfi án óhæfilegs álags, en auk þess tel ég viðeigandi að stíga til hliðar sem sveitarstjórnarfulltrúi af þessu tilefni.
Ég vil þakka fulltrúum í sveitarstjórn Blönduósbæjar, starfsmönnum sveitarfélagsins svo og öðrum þeim sem ég hef starfað með á þessum vettvangi kærlega fyrir samfylgdina og óska þeim velfarnaðar í störfum sínum. Kjósendum Óslistans í sveitarstjórnarkosningunum 2018 þakka ég veittan stuðning og traust. Þá býð ég nýjan fulltrúa Óslistans í sveitarstjórn Blönduósbæjar, Jón Örn Stefánsson, velkominn og óska honum góðs gengis í störfum sínum.

Birna Ágústsdóttir

Birna vék af fundi við atkvæðagreiðslu. Sveitarstjórn samþykkir lausnar Birnu Ágústsdóttur með sex atkvæðum.

Sveitarstjórn og sveitarstjóri þakkar Birnu fyrir vel unnin störf.


Fundi slitið - kl. 18:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?