106. fundur 13. apríl 2022 kl. 16:00 - 17:40 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Lee Ann Maginnis varamaður
    Aðalmaður: Sigurgeir Þór Jónasson
  • Hjálmar Björn Guðmundsson 1. varaforseti
  • Agnar Logi Eiríksson varamaður
    Aðalmaður: Gunnar Tr. Halldórsson
  • Anna Margrét Jónsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Arnrún Bára Finnsdóttir
  • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Atli Einarsson ritari
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson ritari
Dagskrá

1.Byggðaráð Blönduósbæjar - 212

2204001F

Fundargerð 212. fundar byggðaráðs lögð fram á 106. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

2.Skipun í kjörstjórn

2204011

Fram kom tillaga um að aðalmenn í kjörstjórn Blönduósbæjar 2022 verði:

Gunnar Sig. Sigurðsson
Halldór Maríasson
Hjálmar Sigurðsson

Varamenn í kjörstjórn Blönduósbæjar 2022 verði:

Áslaug F. Guðmundsdóttir
Bryndís Sigurðardóttir
Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson

Tillagan borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

3.Kjörskrá sveitarstjórnakostninga 2022

2204012

Kjörskrá sveitarstjórnarkosninga 2022 lögð fram.

Á kjörskrá eru 340 karlar, 320 konur og 0 kynsegin/annað. Alls 660.

4.Endurskipulagning sýslumannsembætta

2203020

Sveitarstjórn Blönduósbæjar ítrekar fyrri bókun byggðaráðs og sveitarstjórnar að óska eftir frekari kynningu á erindinu og viðræðum við Dómsmálaráðuneytið um mögulegar útfærslur á boðuðum breytingum.
Sveitarstjórn Blönduósbæjar vill standa vörð þau mikilvægu störf sem nú eru unnin hjá embætti Sýslumannsins á Norðurlandi vestra.

Þannig samþykkt á 106. fundi sveitarstjórnar, með 7 atkvæðum.

5.Byggðasamlög - samþykktir

2003001

Samstarfsverkefni í Austur-Húnavatnssýslu

Oddvitar og sveitarstjórar sveitarfélaganna Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Skagastrandar hittust á fundi þann 7. apríl til að ræða samstarfsverkefni sveitarfélaganna.

Aðilar eru sammála um að endurskoða þurfi núverandi starfsemi byggðasamlaga en samstarf er um eftirfarandi verkefni:

Félags- og skólaþjónusta A-Hún

Tónlistarskóli Austur-Húnvetninga

Byggðasamlag um menningar- og atvinnumál

Ákvörðun var tekin um að bera það upp við sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaga að slíta Byggðasamlagi um menningar- og atvinnumál á næstu fundum sveitarfélaganna. Í samræmi við 56. gr. Samþykkta fyrir Byggðasamlag um menningar- og atvinnumál í A-Hún. fer um endurskoðun á samþykktunum, úrgöngu úr byggðasamlaginu og slit þess eftir 83.-86. gr. eldri sveitarstjórnarlaga sbr. 95. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Í sameiningarferli Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps var unnið með nýtt stjórnskipulag nýs sameinaðs sveitarfélags. Í nýju stjórnskipulagi er gert ráð fyrir velferðarsviði sem mun sinna sambærilegum verkefnum og byggðasamlag um félags- og skólaþjónustu. Sveitarstjórn leggur áherslu á að sameinað sveitarfélag taki yfir verkefni byggðasamlagsins sem fyrst og að byggðasamlagi um félags- og skólaþjónustu verði sagt upp í síðasta lagi í lok árs 2022.

Borin var upp tillaga þess efnis að Blönduósbær segi upp aðild að Byggðarsamlagi um menningar- og atvinnumál í A-Hún og samstarfinu verði slitið.

Tillaga samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:40.

Var efnið á síðunni hjálplegt?