13. fundur 11. ágúst 2015 kl. 17:00 - 17:55 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
  • Valgarður Hilmarsson forseti
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Anna Margrét Jónsdóttir 1. varaforseti
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir 2. varaforseti
  • Sindri Páll Bjarnason aðalmaður
Fundargerð ritaði: Þórður Pálsson
Dagskrá

1.Byggðaráð Blönduósbæjar - 31

1508001F

Fundargerð 31. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 13. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina.
  • 1.1 1409008 Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 31 Borist hefur umsókn um námsvist í Blönduskóla.
    Fært í trúnaðarbók.

    Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar byggðaráðs staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 11. ágúst 2015 með 7 atkvæðum.
  • 1.2 1508001 Erindi frá Óttari Yngvasyni, hæstaréttarlögmanni
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 31 Borist hefur erindi frá Óttari Yngvasyni, hrl. vegna skotsvæðisins á Blönduósi þar sem hann gerir kröfu fyrir hönd Veiðifélags Laxár á Ásum og eigenda Hjaltabakka að skotsvæðinu verði tafarlaust lokað vegna hávaðamengunar og landið hreinsað af mengandi efnum. Bréfritari telur umrætt skotsvæði í landi Hjaltabakka.

    Byggðaráð hafnar erindinu og felur sveitarstjóra að svara erindinu.



    Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar byggðaráðs staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 11. ágúst 2015 með 7 atkvæðum.
  • 1.3 1505027 Framkvæmdir við Blönduskóla
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 31 Farið var yfir stöðu framkvæmda við Blönduskóla.

    Byggðaráð fóru í Blönduskóla og skoðaði framkvæmdir við Blönduskóla.
    Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar byggðaráðs staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 11. ágúst 2015 með 7 atkvæðum.

2.Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 7

1506004F

Fundargerð 7. fundar menningar-, tómstunda- og íþróttaefndar lögð fram til afgreiðslu á 13. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina.
  • Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 7 Vegna skorts á gögnum er málinu frestað fram að næsta fundi. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar menningar-, tómstunda- og íþróttanefnar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 11. ágúst 2015 með 7 atkvæðum.
  • Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 7 Landsmót 50 .
    Nefndin beinir því til Ómars Braga Stefánssonar að auglýsa mótið vel og mikið í héraðsmiðlum og í nærsveitum.
    Húnavaka og Smábæjarleikar eru í föstum skorðum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar menningar-, tómstunda- og íþróttanefnar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 11. ágúst 2015 með 7 atkvæðum.
  • Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 7 Umræður voru um mikilvægi þess að vinna að skipulagi og áætlun um framkvæmdir á skólalóð.
    Nefndin óskar eftir gögnum um þetta mál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar menningar-, tómstunda- og íþróttanefnar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 11. ágúst 2015 með 7 atkvæðum.
  • Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 7 Lagt fram bréf frá Skáksambandinu. Nefndin tekur jákvætt í erindið. Leggjum til að Blönduósbær styðji við mótsnefnd og útvegi húsnæði. En að öðru leiti vísar nefndin Skáksambandinu á Taflfélag Blönduós um frekari framkvæmd mótsins. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar menningar-, tómstunda- og íþróttanefnar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 11. ágúst 2015 með 7 atkvæðum.

3.Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 6

1506006F

  • Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 6 Vinnu haldið áfram við jafnréttisstefnu, hún kláruð og send til byggðaráðs til samþykktar og yfirferðar. Jafnréttisnefnd tekur aftur til starfa í lok sumars. Mun hún þá hefja vinnu við að kynna bæjarbúum jafnréttisstefnu Blönduósbæjar.

4.Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 6

1508003F

  • 4.1 1508002 Girðingar
    Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 6 Rætt var um það ástand varðandi búfé á vegum í sveitarfélaginu, sem skapast vegna þess að girðingum er ekki haldið við þannig að þær hafi fullt vörslugildi. Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar beinir þeim eindregnu tilmælum til sveitarstjórnar Blönduósbæjar að hlutast verði til um við landeigendur að veggirðingum sé þannig haldið að þær hafi fullt vörslugildi. Verði landeigendur ekki við tilmælum um viðhald girðinga verði sá möguleiki skoðaður að beita ákvæðum girðingarlaga hvað varðar viðhald girðinga. Það er með öllu óviðunandi að búfénaður sem sleppt er í sumarhaga eigi greiða leið á vegsvæði stofn- og tengivega vegna þess að einstaka landeigendur hirða ekki um að halda girðingum sómasamlega við.
  • Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 6 Samþykkt hefur verið að hafa göngur milli Blöndu og Héraðsvatna fyrstu helgina í september. Seinni göngur verði tveimur vikum síðar.
  • 4.3 1508003 Refaveiðar
    Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 6 Landbúnaðarnefnd beinir því til sveitarstjórnar að samræma verðlaun og tímakaup við refaveiðar við önnur sveitarfélög í sýslunni.

5.Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 11

1506009F

  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 11 Þórhalla skólastjóri fór yfir starfsmannamál Blönduskóla. Tveir kennarar hafa óskað eftir árs leyfi, Þórdís Hauksdóttir og Brynhildur Erla Jakobsdóttir. Skólastjóri hefur fyrir sitt leyti gefið leyfi fyrir þessu. Einnig voru auglýstar 4 kennarastöður nú í vor. Umsækjendur eru fjórir sem störfuðu við skólann sem leiðbeinendur á síðasta skólaári, Páley Sonja Wiium Ragnarsdóttir, Magnús Sigurjónsson, Katrín Hallgrímsdóttir og Bjarnþóra María Pálsdóttir. Þórhalla mælir með að ofangreindir verði ráðnir og samþykkir nefndin það fyrir sitt leyti.
    Þórhalla er búin að auglýsa eftir sérkennara í stöðu Þórdísar og er umsóknarfresturinn opin.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 11 Skólastjóri bar upp skóladagatal næsta skólaárs. Skóladagatalið samþykkt samhljóða.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 11 Þórhalla skólastjóri sagði frá því hvernig framkvæmdum miðar við skólann. Markmiðið er að vinna við sal og upphitunareldhús ljúki fyrir skólabyrjun í haust.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 11 Þórhalla sagði frá skýrslu um Ytra mat grunnskóla sem gert var í febrúar 2014. Í skýrslunni kemur fram bæði hvað vel er gert og hvað skólinn geti gert til umbóta. Þórhalla kynnti sérstaklega fyrir nefndinni Umbótaáætlun Blönduskóla 2014-2016 og áfangaskýrslu tengda henni sem send hefur verið menntamálaráðuneytinu.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 11 Ákveðið var að fara í útboð vegna reksturs skólamötuneytis og komu fjögur tilboð frá þremur aðilum. Ákvörðun sveitarstjórnar liggur ekki fyrir.

6.Breyting á nefndarskipan

1508006

Tillaga kom um að Erla Ísafold Sigurðardóttir verði aðalmaður í stað Hörpu Hermannsdóttur sem fulltrúi J-lista í Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd.

Samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:55.

Var efnið á síðunni hjálplegt?