Sumarfjör

 Skemmtileg og fjölbreytt sumardagskrá þar sem börnum á aldrinum 6-10 ára (2011-2015) stendur til boða að sækja námskeið á vegum Blönduósbæjar í sumar í samstarfi við fyrirtæki, stofnanir og íþróttafélög. Um er að ræða Sumarfjör þar sem lögð er áhersla á leiki, skemmtun og fræðslu. Boðið er upp á íþróttir, leiki, listir, fræðslu, kassabílasmíði, vettvangsferðir, sundpartý, matreiðslunámskeið og ýmislegt fleira.

 Sumarfjör verður eftir hádegi alla virka daga frá kl. 13:00-16:00.

Í facebook hóp Sumarfjörs, Sumarfjör á Blönduósi verða settar inn allar upplýsingar t.d. ef einhverjar breytingar verða á dagskrá o.fl.

 

Gjaldskrá fyrir Sumarfjör Blönduósbæjar sumarið 2021 er eftirfarandi:

 1 vika 4.000 kr.

2 vikur 6.000 kr.

3.vikur 8.000 kr.

4.vikur 10.000 kr

5.vikur 12.000 kr.

6 vikur 14.000 kr.

 Systkinaafsláttur er 50% fyrir systkini sem eru skráð sömu vikuna í Sumarfjöri.

Krafa mun birtast í heimabanka greiðanda.

 Skrá þarf börnin fyrir 1.júní n.k.

Skráningarblað

Dagskrá

 Yfirumsjón með Sumarfjöri hefur Kristín Ingibjörg Lárusdóttir menningar-, íþrótta-, og tómstundafulltrúi Blönduósbæjar. Netfang:  kristin@blonduos.is , símanúmer: 691-8686.

Flokkstjóri Sumarfjörs er: Guðrún Tinna Rúnarsdóttir sími: 858-1881.

Aðrir starfsmenn Sumarfjörs eru unglingar í Vinnuskólanum.

 Mæting alla daga er í húsnæði sem hýsti Stóra Fjallabæ (við félagsheimilið), við endum alla daga þar líka, nema annað komi fram. Gert er ráð fyrir að allir mæti með hollt og gott nesti. (Gos, orkudrykkir og sælgæti er ekki leyfilegt). Gott að hafa með sér vatnsbrúsa líka.

 Mikilvægt er að börnin séu klædd eftir veðri. Minnum á sólarvörn.

 Hlökkum til að sjá ykkur í sumar!

 

 

 

 

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?