Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkti svohljóðandi bókun á fundi sínum þann 23. mars 2020: "Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir eftirfarandi breytingar á gjalddögum í samþykktri gjaldskrá fasteignagjalda árið 2020. Mögulegt er að óska eftir því að gjalddagar sem áttu að vera 1. apríl, 1. maí og 1. júní 2020, frestist um allt að 7 mánuði, enda verði óskað eftir því með því að fylla út form á heimasíðu eða með tölvupósti á sérstöku eyðublaði sem er sent á netfangið blonduos@blonduos.is "
Ef óskað er eftir að gera þetta ekki rafrænt þá má sækja eyðublaðið með því að smella hér.
Hægt er að óska eftir að fresta einum, tveimur eða þremur gjalddögum fasteignagjalda: *Beiðni um frestun gjaldaga viðkomandi mánaðar verður að berast í síðasta lagi 15 dögum fyrir eindaga