Prjónagleðin verður haldin á Blönduósi í fimmta sinn 11. - 13. júní nk. 

Prjónagleðin samanstendur af fjölbreyttum námskeiðum með úrvalskennurum, fyrirlestrum og prjónatengdum viðburðum. Glæsilegt markaðstorg er stór hluti af hátíðinni þar sem handlitarar, smáspunaverksmiður, handverksfólk og verslanir með garn og prjónatengdan varning selja fjölbreyttar freistingar fyrir prjónafólk.

Markmið hátíðarinnar er að sameina prjónafólk og draga það út úr einverunni með sitt áhugamál og áhersla hefur verið lögð á að skapa hlýlegan og áhugaverðan vettvang til þess að prjóna saman, deila reynslu, læra nýtt, og gamalt og njóta samveru með öðrum ástríðufullum prjónurum.

Dagskrá hátíðarinnar má finna á www.textilmidstöð.is og hefst sala námskeiða í lok apríl 2021.

Var efnið á síðunni hjálplegt?