Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkti á fundi sínum þann 13. febrúar 2018  að auglýsa lýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Aðalskipulagsbreytingin felst í breytingu á landnotkun á svæði umhverfis Húnabæ (Ræktað land nr. 74)  innan þéttbýlis á Blönduósbæjar.

Skipulagslýsinguna má finna hér og undir flipanum skipulags- og byggingarmál - auglýsingar. Einnig má nálgast skipulagslýsinguna á skrifstofu Blönduósbæjar að Hnjúkabyggð 33.

Opið verður hjá skipulagsfulltrúa miðvikudaginn 28. febrúar milli 13:00-16:00 þar sem íbúum og hagsmunaraðilum gefst kostur á að kynna sér lýsinguna.

Íbúar og hagsmunaaðilar geta sent inn ábendingu varðandi skipulagslýsinguna. Ábendingar skulu berast skipulagsfulltrúa Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduós eða á netfangið byggingafulltrui@blonduos.is fyrir mánudaginn 5. mars 2018.

 

Byggingar- og skipulagsfulltrúinn á Blönduósi

Þorgils Magnússon

S: 455-4700/ 869-0707

Netfang: byggingafulltrui@blonduos.is

Var efnið á síðunni hjálplegt?