Á fundi sveitarstjórnar sem fram fór 12. janúar baðst Birna Ágústsdóttir lausnar frá störfum í sveitarstjórn og nefndum á vegum sveitarfélagsins. Eins og flestir vita var Birna skipaður sýslumaður á Norðurlandi vestra nú um áramót. Þakkaði Birna sveitarstjórn, starfsmönnum sveitarfélagsins og öðrum fyrir samstarfið sem og kjósendum Óslitans fyrir stuðninginn. Sveitarstjórn og sveitarstjóri þökkuðu Birnu fyrir vel unnin störf og óskuðu henni velfarnaðar í nýju starfi. Við sæti Birnu í sveitarstjórn tekur Jón Örn Stefánsson og Valgerður Hilmarsdóttir verður nýr varamaður í sveitarstjórn. 

 

Jón Örn Stefánsson er nýr aðalmaður í sveitarstjórn.

Var efnið á síðunni hjálplegt?