Um er að ræða 100% starf við Blönduskóla frá 15. ágúst 2018. Starfið eru mjög fjölbreytt þar sem áhersla er lögð á mannleg samskipti bæði við börn og fullorðna. Stuðningsfulltrúi er kennara til aðstoðar við að vinna með fötluðu barni í daglegu starfi og aðstoða með athafnir daglegs lífs. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði nemenda; félagslega, tilfinningalega, námslega og í daglegum athöfnum.

Æskilegt er að umsækjendur hafi reynstu af að vinna með fötluðum börnum.

Umsóknarfrestur er til og með 27. apríl og umsóknum skal skila til skólastjóra eða á netfangið thorhalla@blonduskoli.is.

Nánari upplýsingar veitir

Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri í síma 452-4147.

Var efnið á síðunni hjálplegt?