Hún útskrifaðist sem fóstra árið 1974 frá Fósturskóla Íslands og hóf störf á leikskólanum árið 1976. Þá var leikskólinn starfræktur í húsnæði grunnskólans. Í lok sumars árið 1977 fluttist leikskólinn að Árbraut 35 og í núverandi húsnæði skólans árið 1981 og hefur Brynja tekið þátt í þessu öllu. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitastjórnar færði Brynju gjöf frá sveitarfélaginu á þessum merku tímamótum auk þess sem samstarfsfólk og börn kvöddu hana með gjöfum. 

Var efnið á síðunni hjálplegt?