Til hamingju íbúar Húnabyggðar með nýja byggðarmerkið.

 

Alls bárust 50 tillögur frá 29 hönnuðum um byggðarmerki Húnabyggðar.

Íbúar Húnabyggðar tóku svo þátt í könnun um að velja á milli fjögurra merkja sem stóðu upp úr hjá matsnefnd sem var skipuð einum fulltrúa frá sveitarstjórn Húnabyggðar, fulltrúa frá FÍT og Hring Hafsteinssyni, framkvæmdarstjóra Gagarín. 

 

Höfundur merkisins er Ólína Sif Einarsdóttir 

 

Í rökstuðningi fyrir nafni nýja sveitafélagsins Húnabyggðar var vísað til þess að í Vatnsdælasögu segi frá því að landnámsmaðurinn Ingimundur hefði fundið hvítabjörn og tvo húna á Húnavatni og nefnt vatnið eftir því. Hönnuður telur því við hæfi að húnarnir tveir prýði skjaldamerkið en þeir tákna hér einnig sameiningu sveitafélaganna tveggja sem mætast í famlagi. En bjarnafaðmurinn táknar hér hlýju, öryggi og samstöðu samfélagsins. Í sama rökstuðningi var einnig bent á að forskeytið Húna- sé vel þekkt í örnefnum á svæðinu og því samofið sögu svæðisins. Það gefi því sterka vísbendingu um staðsetningu sveitafélagsins – sem er einmitt markmiðið að skjöldurinn geri, standi hann einn án nafns sveitafélagsins. Grunnflötur skjaldarins er blár – litur himins og hafs.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?