Blönduóssbær vekur athygli á því að námsmenn þurfa að sækja um húsaleigubætur fyrir hverja önn.  Umsóknir vegna húsaleigubóta skulu hafa borist eigi síðar en 15 dögum fyrir lok þess mánaðar sem sótt er um húsaleigubætur fyrir.

 

Umsókn þarf að fylgja:

 

  • Útfyllt umsóknareyðublað - eyðublað er að finna á heimasíðu Blönduósbæjar, eyðublað má nálgast hér
  • Húsaleigusamningur til a.m.k 6 mánaða
  • Staðfesting skóla um nám ungmenna

 

Húsaleigubætur greiðast mánaðarlega fyrir síðastliðin mánuð.

 

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast inni á vef Blönduósbæjar, www.blonduos.is eða á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar  www.hms.is

 

 

f.h. skrifstofu Blönduósbæjar

Elfa Björk Sturludóttir (elfa@blonduos.is

Var efnið á síðunni hjálplegt?