Íþróttamiðstöðin á Blönduósi óskar eftir að ráða karlmann í 20% starfshlutfall og afleysingar.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1.október n.k. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

 

Starfið er vaktavinna sem felur m.a. í sér:

 • Umsjón og eftirlit með búnings- og baðklefum, íþrótta- og sundlaugarmannvirkjum og öðru því sem mannvirkinu tilheyrir.
 • Vinna við ræstingar, afgreiðslu, símavörslu, öryggisgæslu og annað það sem til fellur.
 • Þvott og frágang á handklæðum, sundfatnaði og æfingavestum.
 • Aðstoða íþróttakennara og þjálfara eftir þörum og sjá til þess að þeir geti nálgast áhöld og búnað sem þarf á hverjum tíma. Eftirlit tækja og áhalda þannig að búnaður sé í lagi.
 • Starfsmaður þarf að hafa áhuga og skilning á íþróttum og æskulýðsstarfi, vera þjónustulipur með góða framkomu og hafa gaman af að starfa með börnum, unglingum og öðrum þeim sem mannvirkið stunda.
 • Starfa að öðru leyti samkvæmt almennum verklagsreglum, verklýsingum og fyrirmælum frá forstöðumanni íþróttamiðstöðvar.
 • Annað það sem starfsmanni kann að vera falið og tengist starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar.

 

Hæfniskröfur:

 • Góð samskiptahæfni.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Reynsla af starfi með börnum og unglingum.
 • Tölvukunnátta

 

Umsækjendur þurfa að vera orðnir 18 ára.

 

Umsækjendur þurfa að hafa lokið námskeiði í skyndihjálp og standast sundpróf laugarvarða samkvæmt reglugerð um hollustuhætti á sund og baðstöðum. Íþróttamiðstöðin á Blönduósi sér til þess að allir fái þetta námskeið og geti tekið hæfnispróf

 

Umsóknarfrestur er til 12.september n.k.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?