Það styttist óðum í okkar skemmtilega leikjanámskeið, en það mun hefjast 11. júní. Elsti árgangur í leikskóla og þau börn sem að eru að ljúka 1-4. bekk í ár eru velkomin á leikjanámskeiðið.

Í ár ætlum við aðeins að hrista upp í þessu og hefur verið sett upp glæný skemmtileg 6 vikna dagskrá . Hulda Birna Vignisdóttir ætlar að leiða börnin í leik og starfi í sumar þar sem ýmislegt hopp og trall verður í boði og að sjálfsögðu verða kofabyggingarnar á sínum stað. Dagskráin verður send út núna í lok maí ásamt skráningarblöðum, einnig verður hægt að finna upplýsingar á heimasíðu Blönduósbæjar, www.blonduos.is.

Önnur breyting sem að verður er að núna mun námskeiðið hefjast klukkan 13:00 og ljúka klukkan 16:00. Við viljum svo minna á hópinn okkar á Facebook og biðjum við foreldra og forráðamenn að finna okkur þar, Leikjanámskeið á Blönduósi. En þar verður hægt að fylgjast með öllum tilkynningum og hvað við erum að gera okkur til gamans.

Hlökkum til að sjá ykkur öll

Snjólaug og Hulda Birna

Var efnið á síðunni hjálplegt?