Skólaráð er búið að fara yfir þær tillögur sem bárust um nafn á sameinaðan grunnskóla sveitarfélagsins. 119 nafnatillögur bárust og valdi skólaráð þrjú nöfn til að kjósa um.
Rafræn kosning verður í boði en einnig er möguleiki á að kjósa hjá ritara í grunnskólanum á opnunartíma skólans (kl. 7:45-16).
Athugið að þessi kosning er einungis fyrir þá sem hafa lögheimili í Húnabyggð og hver aðili má einungis kjósa einu sinni.
Hægt er að kjósa til loka dags mánudaginn 14. nóvember.
 
Þau nöfn sem kosið er um eru:
 
Grunnskóli Húnabyggðar - vísun á nafn sveitarfélags og sögu svæðisins
Húnaskóli - vísun á nafn sveitarfélags og sögu svæðisins
Þórdísarskóli - vísun í sögu svæðisins. Fyrsti Húnvetningurinn að sögn Vatnsdælu.
Var efnið á síðunni hjálplegt?