Hjálmar Sigurðsson hefur verið ráðinn launafulltrúi Blönduósbæjar. Hjálmar tekur við starfinu af Kristínu Ingibjörgu Lárusdóttur sem var ráðin Menningar-, íþrótta og tómstundafulltrúi Blönduósbæjar í lok síðasta árs.  Hjálmar mun sjá um launavinnslu sveitarfélagsins ásamt öðrum almennum skrifstofustörfum. Hjálmar lauk námi í Hagfræði við Háskóla Íslands síðastliðið haust. Hann hefur starfað með námi sínu í tvö sumur hjá GAMMA CAPITAL MANAGEMENT, REYKJAVÍK og einnig áður í tvö sumur hjá embætti Sýslumannsins á Norðurlandi vestra.

Blönduósbær býður Hjálmar velkominn til starfa.

Var efnið á síðunni hjálplegt?