Slöbbum saman er átaksverkefni  ÍSÍ, UMFÍ, Heilsueflandi samfélags og Sýnar til að fá fólk til að hreyfa sig.

Fátt skilar jafn góðum árangri fyrir líkama og sál og hreyfing og létt hreyfing er eitthvað sem við flest getum gert. Við hvetjum því landann til að fara út og labba. Þar sem færðin vinnur ekki alltaf með okkur á þessum árstíma höfum við húmorinn með og ætlum því að labba í slabbi eða  SLABBA saman.

Við viljum fá ALLA landsmenn með okkur í lið til að slabba saman og sigurvegarinn er í raun sá
eða sú sem bætir sig mest í hreyfingu.
Hoppaðu í stígvélin, reimdu á þig skóna, settu hnakkinn á og slabbaðu af stað.
Ekki gleyma snjallsímanum/úrinu og fylgstu með árangrinum.
Árangursmæling eykur gleðina :)

Þín upplifun er hvatning fyrir aðra og því væri gaman að þú deildir gleðinni með okkur.
Ef þú vilt eiga möguleika á skemmtilegum glaðningi þá getur þú skráð þig á
visir.is/slobbumsaman eða merktu okkur á mynd með þér úr göngunni á samfélagsmiðlum
með myllumerkinu #slobbumsaman
Einu sinni í viku drögum við úr skráningum og merktum myndum og
viðkomandi fær skemmtilegan glaðning.

Þetta er ekki um það hver hreyfir sig mest heldur viljum við hvetja ykkur öll til að bæta við ykkur hreyfingu.
Hvort sem þið hafið verið á fullu eða ekki gert neitt þá er hreyfing grunnurinn að andlegri
vellíðan.

Aukum gleði í samfélaginu og SLÖBBUM okkur í átt að meiri gleði.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?