Tími: Fimmtudaginn 30. nóvember kl 20.00

Staðsetning: Borgin á Hótel Blöndu, Blönduósi

 Haldinn verður svæðisfundur vegna ferðamannavegarins Norðurstandarleiðar - Arctic Coast Way fimmtudaginn 30. nóvember á Borginni kl 20.00.

Markaðsstofa Norðurlands heldur utan um verkefnið en stýrihópurinn vinnur undir leiðsögn verkefnastjórans Christiane Sadler. Markmiðið með þessu verkefni er að draga athyglina að strandlengjunni allt frá Hvammstanga að Bakkafirði um svokallaðan ferðamannaveg þar sem leitast er eftir að skapa vörumerki sem eykur tækifæri í ferðaþjónustu á svæðinu.

Á fundinum verður verkefnið kynnt stuttlega en unnið verður út frá fjórum markmiðum en þar er tilgangurinn að finna út hvar í Austur Húnavatnssýslu sé að finna …

                ..bestu gönguleiðirnar

                ..bestu strandirnar

                ..bestu staðina til að horfa á miðnætursólina

                ..bestu staðina til að fylgjast með norðurljósum

 Fundurinn er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á verkefninu og að hafa áhrif á mótun þess, leitast er eftir skráningu á þátttöku með pósti til ferðamálafulltrúa Austur Húnavatnssýslu á vefpóstinn  info@nwest.is eða í síma 452-4848.

Þeir sem vilja fræðast meira um verkefnið geta lesið sér til á vef Markaðstofu Norðurlands https://www.northiceland.is/is/markadsstofan/acw

Var efnið á síðunni hjálplegt?