Starfssvið:
o	Í starfinu felst meðal annars:
	Umsjón og rekstur upplýsingamiðstöðvar í Austur-Húnavatnssýslu.
	Vinna við stefnumótun og markaðssetningu ferðamála á svæðinu í samráði við 
Ferðamálafélag Austur-Húnavatnssýslu og aðra samstarfsaðila.
	Vinna að ferðamálatengdum verkefnum, auk annarra fjölbreytilegra verkefna.

o	Starfsaðstaða er m.a. í húsnæði Þekkingarsetursins á Blönduósi. 
o	Þess er vænst að væntanlegur Ferðamálafulltrúi búi á starfssvæði Ferðamálafélags Austur 
Húnavatnssýslu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

•	Menntun og reynsla á sviði ferðamála (háskólapróf kostur)
•	Reynsla af markaðssetningu æskileg
•	Reynsla af verkefnastjórn æskileg
•	Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
•	Góð tölvukunnátta
•	Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði, sveigjanleiki og skipulagshæfni er mikilvæg
•	Leiðtogahæfni, jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum er mikilvæg


Umsóknarfrestur er til og með 10. maí nk. 

Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Edda Brynleifsdóttir, formaður Ferðamálafélags A-Hún, í 
s: 862-0474 alla virka daga frá kl.10-16.  Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt ferilskrá og 
kynningarbréfi á netfangið ferdahun@gmail.com. 

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?