Kjörfundur í sameiginlegu sveitarfélagi Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar vegna sveitarstjórnarkosninga þann 14. maí næstkomandi hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00.

 

Kjörstaður í Húnavatnshreppi verður í Húnavallaskóla að Húnavöllum.

Kjörstaður á Blönduósi er í Norðursal íþróttamiðstöðvarinnar, gengið er inn frá Melabraut.

Atkvæði verða talin í fundarsal Blönduósbæjar að Hnjúkabyggð 33.

Yfirkjörstjórn mun hafa aðsetur á sama stað.

Hægt er að hafa samband við formann yfirkjörstjórnar, Lee Ann Maginnis, á netfanginu lam@blonduos.is.

Kjósendum ber að framvísa persónuskilríkjum á kjörstað.

Kjósendum er einnig bent á kosningavef innanríkisráðuneytisins: www.kosning.is.

Kjósendur geta kannað hvar þeir eru á kjörskrá á vef Þjóðskrár - https://skra.is/folk/kjorskra-og-kosningar/hvar-a-eg-ad-kjosa/

Þegar slegin er inn kennitala kemur upp nafn, lögheimili og sveitarfélag. Yfirleitt birtast einnig upplýsingar um kjörstað og kjördeild.

Kjörskrá sveitarfélaganna liggur frammi á skrifstofum sveitarfélaganna fram að kjördegi.

Á sama tíma mun fara fram skoðunarkönnun, meðal íbúa um nýtt nafn á sameiginlegt sveitarfélag Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar

Var efnið á síðunni hjálplegt?