Umhverfis- og tiltektardagar verða á Blönduósi frá þriðjudeginum 28. maí til og með fimmtudegium 30. maí, þar sem bæjabúar og fyrirtæki eru hvött til að fara yfir sitt nánasta umhverfi, og hreinsa til. Einnig gott að plokka opin svæði með frjálsri aðferð. 

  • Þjónustumiðstöð getur sótt garðúrgang, samkvæmt beiðni í síma 844-9621, þriðjudag 28/5., og miðvikudag 29/5., frá kl. 15:00 til kl 20:00 báða dagana. 
  • Gámasvæðið verður opið aukalega fimmtudag 30/5 frá kl. 13:00 - 17:00. 

Að lokinni tiltekt mæta bæjarbúar með góða skapið við Félagsheimilið klukkan 18:00, fimmtudaginn 30. maí, þar sem sveitarstjórn Blönduósbæjar mun grilla fyrir bæjarbúa. 

Tökum höndum saman og gerum bæinn okkar enn snyrtilegri og fallegri. 

Var efnið á síðunni hjálplegt?