Umhverfisverðlaun eru veitt sem viðurkenning til einstaklinga fyrir fallega og vel hirta garða og fyrir snyrtilegt umhverfi.

 

Laugardaginn 16.júlí, á Húnavöku voru veittar 3 viðurkenningar:

  • Viðurkenning í þéttbýli, 
  • Viðurkenning í dreifbýli
  • Sérstök viðurkenning 

 

Það voru þau Steinunn Hulda Magnúsdóttir og Jónas Rúnar Guðmundsson íbúar á Mýrarbraut 25 sem hlutu viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi í þéttbýli. Einnig hlaut bóndinn Jónatan Líndal á Holtastöðum viðurkenningu í dreifbýli fyrir snyrtilegt umhverfi.

 Heilbrigðisstofnun Norðurlands, HSN á Blönduósi hlaut sérstaklega viðurkenningu fyrir fallegt umhverfi. 

Varaformaður Umhverfisnefndar, Berglind Hlín Baldursdóttir afhenti umhverfisverðlaunin fyrir hönd Umhverfisnefndar.

Húnabyggð óskar öllum innilega til hamingju með verðlaunin!

 

mynd

mynd

mynd

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?