Á fundi menningar,- tómstunda- og íþróttanefndar Blönduósbæjar sl. þriðjudag kom fram að sveitarfélagið hefur hafið ferlið að því að verða Heilsueflandi samfélag. Málið var kynnt fyrir nefndinni sem fagnaði þessu jákvæða skrefi, að því er segir í fundargerð.

Heilsueflandi samfélag er heildræn nálgun sem Embætti landlæknis vinnur að í samstarfi og samráði við sveitarfélög, opinberar stofnanir, frjáls félagasamtök o.fl. Meginmarkmið þess er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.

Á vef landlæknis má kynna sér nánar hvað felst í því að vera heilsueflandi samfélag.

Var efnið á síðunni hjálplegt?