Skipulagsfulltrúi Blönduósbæjar og Skagabyggðar hefur gefið út framkvæmdaleyfi framkvæmda við Þverárfjallsveg (73) í Refasveit og Skagastrandarveg (74) um Laxá.

Framkvæmdin felur í sér byggingu nýs Þverárfjallsvegar frá hringvegi austan við Blönduós að núverandi Þverárfjallsvegi skammt sunnan við núverandi brú á Laxá. Einnig verður byggður vegur norðaustur frá nýjum Þverárfjallsvegi, yfir nýja brú yfir Laxá og inn á núverandi Skagastrandarveg norðan við Höskuldsstaði. Um er að ræða lengingu á Þverárfjallsvegi um 8,5 km og tengingu við Skagastrandarveg uppá 3,3 km. Vegurinn verður af vegtegund C8, 8 metra breiður með 7 metra breiðu slitlagi. Brú yfir Laxá í Refasveit verður 109 metra löng, 10 metra breið með 9 metra breiðri akstursbraut. Einnig verða gerðar nýjar heimreiðar að bæjum á leið vegarins. Allt að 7 námur verða notaðar í nágrenni vegstæðisins.

Var efnið á síðunni hjálplegt?