Við viljum koma saman og eiga fallega samverustund á íþróttvellinum á Blönduósi þar sem við kveikjum á friðarkertum.

 

Við ætlum að leggja friðarkertin á hlaupabrautina allan hringinn í ljósaskiptunum og sýna þannig samhug og hluttekningu til þeirra sem eiga um sárt að binda. 

Friðarkertin verða á staðnum.

 

Við ætlum að hittast við nýja vallarhúsið á íþróttavellinum  kl. 21:00 á morgun föstudaginn 26.ágúst .

 

Biðjum alla þá sem vilja senda góða strauma og hlýju að mæta og taka þátt í þessu með okkur.

 

Með kærleikskveðjum,

 

Sveitarstjórn Húnabyggðar

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?