Opnað var fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra í dag, 6. október. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 föstudaginn 12. nóvember 2021. Sækja skal um styrki rafrænt á Sóknaráætlun Norðurlands vestra. Umsækjendur þurfa að skrá sig inn með íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Umsækjendur eru hvattir til þess að kynna sér vel verklags- og úthlutunarreglur. Viðtalstímar/vinnustofur verða auglýstar þegar nær dregur.

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar er að finna hér

 Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningar- og hinsvegar atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni á Norðurlandi vestra. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Norðurlands vestra. Með samkeppnissjóði er átt við að samkeppni milli verkefna ræður úthlutun, þ.e. bestu verkefnin að mati fagráðs hljóta brautargengi.

 Verkefnin geta verið af ýmissi stærðargráðu og er fólk hvatt til að sækja um.

 

Nánari upplýsingar og aðstoð veita starfsmenn SSNV.

  • Davíð Jóhannsson - david@ssnv.is 
  • Sveinbjörg Rut Pétursdóttir - sveinbjorg@ssnv.is
  • Kolfinna Kristínardóttir - kolfinna@ssnv.is
  • Ástrós Elísdóttir - astros@ssnv.is

 

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?