Kæru Húnvetningar

 Nú styttist heldur betur í sumarið. Þeir viðburðir sem eru á döfinni í nýsameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps í sumar eru m.a. 17. júní hátíðarhöld, Húnavaka sem verður haldin dagana 14.-17.júlí 2022 og afmæli gömlu Blöndubrúarinnar í lok ágúst.

 

Ert þú með hugmynd að viðburði? Eða viltu halda viðburð á Húnavöku? Sendu póst á kristin@blonduos.is fyrir föstudaginn 20.maí n.k.

 

 Einnig leitum við til þeirra sem eru í forsvari hjá þeim fjölmörgu félagasamtökum í sveitarfélögunum, einstaklinga eða fyrirtækja til þess að koma með hugmyndir af sölu eða taka að sér eftirfarandi:

Kaffisölu/matsölu á 17. Júní.

Sölu á varningi (blöðrum, fánum, nammi o.fl.) á 17. júní.

Andlitsmálningu á 17. júní.

Sjoppu/kaffisölu/matsölu á Húnavöku.

Sala á ýmsum varningi á Húnavöku.

 

Þeir sem hafa áhuga eða eru með hugmyndir og fyrirspurnir hafi samband við Kristínu Ingibjörgu menningar-, íþrótta-, og tómstundafulltrúa í síma 455-4700 eða senda tölvupóst á netfangið kristin@blonduos.is fyrir  20.maí  2022.

 
Var efnið á síðunni hjálplegt?