10. fundur 29. apríl 2016 kl. 15:00 - 15:30 á skrifstofu byggingarfulltrúa Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Ágúst Þór Bragason embættismaður
  • Bjarni Þór Einarsson byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Bjarni Þór Einarsson skipulags- og byggingarnefndar
Dagskrá

1.Húnabraut 33 - Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun.

1603015

Tekin til afgreiðslu byggingarleyfisumsókn frá Ámundakinn ehf, kt. 640204-3540. Umsókn um byggingarleyfi til fyrsta áfanga breytinga, endurbóta og breyttrar notkunar á húsnæðinu að Húnabraut 33, landnr. 144999. Útlitsbreytingin er að loftræstiinntak kemur á vestanverðan suðurvegg hússins. Aðrar breytingar eru á innveggum sem ekki eru burðarveggir.

Breyttur aðaluppdráttur frá 2004 fylgir umsókninni, breytingin gerð hjá STOÐ ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni verkfræðingi, fylgja umsókninni. Uppdráttur nr. 1 breyting gerð 9. 03 2016.

Framlögð gögn móttekin 26.04.2016 gera grein fyrir fyrirhugðuðum framkvæmdum.

Byggingarleyfi veitt.

2.Utanhús klæðning -Umsókn um byggingarleyfi

1512020

Tekin til afgreiðslu byggingarleyfisumsókn frá Ingu Lilju Hjaltadóttur, kt. 310743-2599. Umsókn um byggingarleyfi til endurbóta á húseign sinni að Urðarbraut 16 á Blönduósi, landnr.: 145121. Endurbætur eru að einangra hús og bílskúr utan með 75 mm steinullareinangrun og klæða utan með Canexel Ultra Plank, litur: SAND.

Séruppdráttur af frágangi gerður af Þorgils Magnússyni byggingatæknifræðingi, áritaður af Atla Gunnari Arnórssyni, verkfræðingi, móttekinn 26. apríl 2016. Uppdráttur nr. 2016-05-100, dagsettur 11. 04. 2016. Stærð hússins breytist ekki.
Framlögð gögn móttekin 26.04.2016 gera grein fyrir fyrirhugðuðum framkvæmdum.

Byggingarleyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?