13. fundur 24. nóvember 2016 kl. 13:00 - 14:00 á skrifstofu byggingarfulltrúa Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Ágúst Þór Bragason embættismaður
  • Bjarni Þór Einarsson byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Bjarni Þór Einarsson
Dagskrá

1.Smáhýsi á lóðinni Blöndubyggð 9 á Blönduósi

1510051

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn frá Æki ehf. Kt. 580900-2160. Umsókn um byggingarleyfi fyrir 2 svefntunnum á lóð fyrirtækisins að Blöndubyggð 9. Umsókninni fylgir uppdráttur sem sýnir staðsetningu tunnanna gerður hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla G. Arnórssyni, nr. S-101 dags. 25.05.2016. Einnig fylgir umsókninni aðaluppdráttur gerður af Einari Ingimarssyni arkitekt, dags. 30.05.2016.
Byggingarleyfi gefið út 3.06.2016.

2.Veiðifélag Laxár á Ásum - Umsókn um byggingarleyfi

1607017

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn frá Veiðifélagi Laxár á Ásum, til að stækka veiðihúsið og byggja nýtt starfsmannahús á lóð félagsins, landnr. 220579.

Umsókninni fylgdi aðaluppdráttur gerður hjá Markstofunni ehf. af Magnúsi H. Ólafssyni arkitekt, teikningar nr. 1.01 til 1.06 í verki nr. VE-16-11 dags. 1. júlí 2016.

Fyrirliggjandi séruppdrættir eru:

Burðarvirkisuppdrættir gerðir hjá TÓV ehf. af Gústaf Vífilssyni verkfræðingi, teikningar nr. 1612-01-1 til 10, dags. í ágúst 2016. Lagnauppdrættir gerðir hjá Möndul verkfræðistofu af Sveinbirni Jónssyni verkfræðingi, teikningar nr. P-101, M-001, M-100 til M103, L-100 og L101, dags. sept. 2016. Raflagnateikningar gerðar hjá VERKÍS af Braga Þór Sigurdórssyni rafvirkjameistara, teikningar nr. E23.3.101C, 102B, 103A, 16-E05.5.101A og 102A, 16-E23.5.101C til 103A, 16-E30.5.101C til 103A, 16-E50.5.101B, 102A og 103A,16-E62.5.101C, 102Aog 103A, 16-E64.5.101C, 102A og 103A í verki nr. 11250, dags. 5. sept. 2016.

Verkteikningar arkitekts gerðar hjá Markstofan ehf. af Magnúsi H. Ólafssyni arkitekt, teikningar nr. 3.01 til 3.04, 4.01 til 4.03 og 5.01 í verki nr. VE-16-11, dags. 5. sept. 2016.

Byggingarleyfi gefið út 19.09.2016.

3.Hnjúkabyggð 27 - Umsókn um byggingarleyfi

1608003

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn frá Hnjúkabyggð 27, húsfélagi, kt.690190-1179, umsókn um byggingarleyfi til að breyta útliti fjölbýlishússins að Hnjúkabyggð 27, landnr. 144845. Breytingin er aðallega nýjir ál- trégluggum og að skipta úr timbri yfir í álklæðningar á milli glugga. Umsókninni fylgir aðaluppdráttur gerður hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni byggingarfræðingi, teikningar nr. A-100 til A-104 í verki nr. 484503, dags. 20. júlí 2016.

Séruppdráttur frá sama hönnuði er dagsettur 3. október 2016

Byggingarleyfi gefið út 14.10.2016.

4.Húnabraut 33 - Umsókn um byggingarleyfi og breytta botkun.

1603015

Tejkin fyrir byggingarleyfisumsókn frá Ámundakinn ehf, kt. 640204-3540. Umsókn um byggingarleyfi til breytinga og breyttrar notkunar á húsnæði félagsins að Húnabraut 33. Um er að ræða breytingar á nýtingu hússins, sem áður hýsti mjólkurstöð, en nú er fyrirhugað að flytja þangað starfsemi fyrirtækjanna Vilkó og Prima. Núverandi vinnslusalur á 1. hæð hússins verður endurinnréttaður og settir upp nýjir milliveggir og brunaskil lagfærð. Núverandi ketilhúsi verður einnig breytt, bætt við aksturdyrum og gönguhurð á gafl, ketill fjarlægður og byggingin nýtt sem aðstaða fyrir Mjólkursamsöluna vegna smásöludreifingar á mjólkurvörum. Aðrir húshlutar, svo sem núverandi starfsmannaaðstaða, verða að mestu leyti óbreyttir. Umsókninni fylgir aðaluppdráttur gerður hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni byggingarfræðingi, teikningar nr. A-100 til A-105 í verki nr. 775504, dags. 2. sept. 2016. Fyrirliggjandi er endurskoðaður aðaluppdráttur dags. 18. sept. sl. ásamt séruppdráttum nr. A-201 og B-101. Einnig er fyrirliggjandi áritun byggingarstjóra og iðnmeistara ásamt staðfestingu á ábyrgðartryggingu byggingarstjóra.



Byggingarleyfi gefið út 24.11.2016.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?