87. fundur 17. maí 2017 kl. 16:00 - 19:10 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Zophonías Ari Lárusson varamaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Hafnarsamband Íslands - fundargerð stjórnar 27. mars 2017

1705011

Fundargerð Hafnarsambands Íslands lögð fram til kynningar.

2.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 31. mars 2017

1705010

Fundargerð Sambands Íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

3.SSNV - fundargerð stjórnar 7.apríl 2017

1705022

Fundargerð SSNV lögð fram til kynningar.

4.Hafnarsamband Íslands - fundargerð stjórnar 28. apríl 2017

1705018

Fundargerð Hafnarsambands Íslands lögð fram til kynningar.

5.Veiðifélag Blöndu og Svartár - fundargerð stjórnar 30. apríl 2017

1705016

Fundargerð veiðifélags Blöndu og Svartár lögð fram til kynningar.

6.Veiðifélag Blöndu og Svartár - fundargerð aðalfundar 30. apríl 2017

1705017

Fundargerð veiðifélags Blöndu og Svartár lögð fram til kynningar.

7.Húsfélagið, Hnjúkabyggð 27 - fundargerð 8. maí 2017

1705024

Fundargerð Húsfélagsins, Hnjúkabyggð 27 lögð fram til kynningar.

8.Landskerfi bókasafna - aðalfundarboð 2017

1705023

Boðað er til aðalfundar Landskerfis bókasafna hf að Katrínartúni 2, 105 Reykjavík, miðvikudaginn 24. maí kl. 14:00.





Lagt fram til kynningar

9.Byggðaráð Blönduósbæjar - erindi - Ámundakinn ehf umsókn um lóð

1705030

Á fundi Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar 5. apríl 2017 var tekið fyrir erindi frá Ámundakinn ehf. þar sem sótt er um lóð að Hnjúkabyggð 38 skv. deiliskipulagstillögu. Í bókun Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar var tekið jákvætt í erindið og mælt með að byggðaráð úthluti eftirfarandi lóð með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar á deiliskipulaginu og auglýsingu þess í B - deild Stjórnartíðinda.



Byggðaráð samþykkir að úthluta Ámundakinn ehf. lóðinni Hnjúkabyggð 38 með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar á deiliskipulaginu og auglýsingu þess í B-deild Stjórnartíðinda.

10.Lánasjóður sveitarfélaga ohf - arðgreiðsla 2017

1704018

7. apríl 2017 greiddi Lánasjóður sveitarfélaga ohf. út arð vegna rekstrarársins 2016 í samræmi við samþykkta tillögu aðalfundar sem haldinn var 24. mars 2017. Heildarfjárhæð arðsins er 491 milljónir. Arðgreiðslan skiptist eftir eignarhluta hvers sveitarfélags í Lánasjóðnum.

Eignarhluti Blönduósbæjar er 1,47% og er arðgreiðslan vegna 2016 því 7.198.060 kr að frádregnum 20% fjármagnstekjuskatti að upphæð 1.439.612 kr. Útgreidd fjárhæð til Blönduósbæjar þann 7. apríl 2017 var því 5.758.448 kr.



Lagt fram til kynningar.

11.Ferðamálastofa - Hrútey í Blöndu - rökstuðningur vegna synjunar styrkumsóknar

1705007

Þann 17. mars 2017 var Blönduósbæ tilkynnt um synjun styrkumsóknar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vorið 2017 til verkefnisins Hrútey í Blöndu. Í bréfi Ferðamálastofu dags. 25. apríl 2017 er synjun styrkumsóknar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða rökstudd.

Horft var til eftirfarandi þátta:

Forgangur vegna náttúruverndar, forgangur vegna öryggis ferðamanna, forgangur vegna innviða og forgangur vegna sjálfbærni. Umsóknin skoraði mjög vel þegar kom að síðustu tveimur atriðum en síður í fyrstu tveimur.



Lagt fram til kynningar.

12.Sýslumaðurinn á NV - umsögn vegna leyfis - Brimslóð ehf

1705012

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn Ingu Elsu Bergþórsdóttur kt. 250868 - 6189, Hjallavegi 19 104 Reykjavík f.h. Brimslóð ehf , kt. 451101 - 3740, um leyfi til að reka gististað í flokki IV í að Brimslóð 10A á Blönduósi.



Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um, veitir byggðaráð jákvæða umsögn fyrir sitt leyti.

13.Sýslumaðurinn á NV - umsögn vegna leyfis - Retro ehf

1705013

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn Guðrúnar Sonju Birgisdóttur kt. 230790 - 2999, Skúlabraut 37 540 Blönduósi f.h. Retro ehf, kt. 691216 - 1010 um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Aðalgötu 6 á Blönduósi.



Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um, veitir byggðaráð jákvæða umsögn fyrir sitt leyti.

14.Sýslumaðurinn á NV - umsögn vegna leyfis - Retro ehf

1705014

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn Guðrúnar Sonju Birgisdóttur kt. 230790 - 2999, Skúlabraut 37 540 Blönduósi f.h. Retro ehf, kt. 691216 - 1010, um leyfi til að reka gististað í flokki III að Blöndubyggð 9 á Blönduósi.



Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um, veitir byggðaráð jákvæða umsögn fyrir sitt leyti.

15.Sýslumaðurinn á NV - umsögn vegna leyfis - Laxás ehf

1705021

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn Sturla Birgissonar kt. 230963 - 4289, Þrastarlundi 2 210 Garðabæ f.h. Laxás ehf kt. 590116 - 0250, um leyfi til að reka gististað í flokki III í veiðihúsinu Ásgarði, Láxá á Ásum.



Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um, veitir byggðaráð jákvæða umsögn fyrir sitt leyti.

16.Kaupsamningur við Svein Þórarinsson

1705031

Lagður fram kaupsamningur milli Sveins Þórarinssonar; kt. 220945 - 4489 og Blönduósbæjar; kt. 470169 - 1769 vegna kaupa á Ræktuðu landi nr. 33, landnúmer 145200, Ræktuðu landi nr. 35, landnúmer 145202, Ræktuðu landi nr. 38 ásamt fjárhúsi og hlöðu, fastanúmer 213 - 7313, landnúmer 145205, og Ræktuðu landi 39, landnúmer 145206.

Kaupverð eignarinnar er samtals 1.209.128 kr.



Byggðaráð samþykkir kaupsamninginn og leggur til við sveitarstjórn Blönduósbæjar að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að upphæð 1.209.128 kr. Fjármagnað með eigin fé.

17.SSNV - Tillaga stjórnar á 25. ársþingi um skipun samgöngu- og innviðanefndar SSNV

1705028

Á 25. ársþingi SSNV lagði stjórn SSNV til að skipuð yrði samgöngu- og innviðanefnd SSNV og að hvert aðildarsveitarfélag samtakanna tilnefni einn fulltrúa í nefndina. Hlutverk nefndarinnar er að vinna að upplýsingaöflun vegna samgögnuáætlunar SSNV með starfsmönnum samtakanna. Var tillagan samþykkt.



Byggðaráð frestar afgreiðslu erindisins.



18.Kauptilboð - Skúlabraut 35

1705032

Fyrir fundinn liggur kauptilboð í Skúlabraut 35 að upphæð 14,5. m.kr.



Byggðaráð samþykkir kauptilboðið.

19.Önnur mál

1506021

20.Tiltektardagur

1504036

Líkt og síðustu tvö ár verður efnt verður til tiltektardags á Blönduósi þann 25. maí nk. þar sem íbúar og fyrirtæki eru hvött til að taka til hjá sér og í næsta nágrenni. Sveitarstjórn mun bjóða til grillveislu kl. 18:00 við Félagsheimilið í tilefni dagsins.

21.Ályktun byggðaráðs Blönduósbæjar vegna hlutastarfandi sjúkraflutningamanna hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Blönduósi

1705033

Byggðarráð Blönduósbæjar lýsir yfir miklum áhyggjum af þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp í sjúkraflutningsmálum í héraðinu og skorar á Velferðarraðuneytið og Fjármálaráðuneytið að ljúka við gerð kjarasamning við hlutastarfandi sjúkraflutningamenn í samræmi við þá skuldbindingu og ábyrgð sem í starfinu felst. Jafnframt er skorað á framkvæmdastjórn HSN að samræma launakjör hlutastarfandi sjúkraflutningsmanna innan starfssvæðis HSN en sjúkraflutningsmenn á Blönduósi telja sig ekki hafa setið við sama borð og aðrir sjúkraflutningsmenn innan HSN.



Hlutastarfandi sjúkraflutningamenn á HSN eru 23 talsins, starfa á Blönduósi, Dalvík, hluti af sjúkraflutningsmönnum á Húsavík, Raufarhöfn og Þórshöfn. Þar af starfa 6 á Blönduósi. Hluti af kröfum hlutastarfandi sjúkraflutningsmanna á Blönduósi er að þeir telji að ósamræmi sé á milli launa hlutastarfandi sjúkraflutningsmanna innan starfssvæðis HSN. Byggðarráð Blönduósbæjar telur það óásættanlegt, ef rétt reynist, af hálfu HSN að mismuna starfsmönnum sínum með þessum hætti og skorar á framkvæmdastjórn HSN að leiðrétta þetta misræmi án tafar.



Verkefni heilbrigðisþjónustu á vegum ríkisins í Austur Húnavatnssýslu er á ábyrgð HSN og það er framkvæmdastjórnar að tryggja grunnstarfsemi, þar á meðal sjúkraflutninga. Mikilvægi sjúkraflutninga á Blönduósi er öllum ljóst, svæðið er stórt frá Kili í suðri út á Skagatá í norðri og þjóðvegur 1 liggur í gegnum svæðið. Það er afar mikilvægt fyrir íbúa og gesti svæðisins að ljúka þessu máli án tafar til að tryggja öryggi á svæðinu.

22.Golfklúbburinn Ós og Umf. Hvöt - erindi

1705034

Golfklúbburinn Ós og Umf. Hvöt óska eftir stuðningi Blönduósbæjar vegna kaupa á sláttuvél sem kostar 2.550.000 til að slá golfvöllinn íþróttavöllinn og endurnýja vél á golfvellinum með kaupum á notaðri vél þar. Óskað er eftir að Blönduósbær verði kaupandi vélarinnar.



Byggðaráð samþykkir að kaupa sláttuvél til afnota á opnum svæðum í samstarfi í Umf. Hvöt og Golfklúbbsins Óss að upphæð 1. m.kr.



Hörður Ríkharðsson situr hjá við afgreiðslu þessa máls.

Fundi slitið - kl. 19:10.

Var efnið á síðunni hjálplegt?