88. fundur 31. maí 2017 kl. 15:00 - 19:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Zophonías Ari Lárusson varaformaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ágúst Þór Bragason ritari
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 19. maí 2017

1705040

Fundargerð Sambands Íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

2.Farskólinn - fundargerð frá aðalfundi 10. maí 2017

1705042

Fundargerð Farskólans lögð fram til kynningar.

3.Veiðifélag Laxár í Skefilsst.hr. - Aðalfundarboð 2017

1705044

Boðað er til aðalfundar Veiðifélags Laxár í Skefilsstaðahreppi í Safnaðarheimilinu Sauðárkróki, laugardaginn 3. júní kl. 13:00.


Lagt fram til kynningar.

4.Gistiheimilið Kiljan ehf

1705043

Bréf frá MBB lögmannsstofu ehf fyrir hönd Gistiheimilisins Kiljan ehf, kt. 540409 - 0640 vegna tjóns vegna stíflu í fráveitu við Garðabyggð 1.
Byggðaráð telur að tjónið megi rekja til rangra tenginga fyrrum lóðarhafa og felur sveitarstjóra og Tæknideild að svara bréfritara.

5.Framkvæmdir 2017

1610001

Ágúst Þór Bragason, yfirmaður tæknideildar og Katrín Sif Rúnarsdóttir mættu á fundinn og fóru yfir stöðu framkvæmda og vinnu við nýja heimasíðu hjá sveitarfélaginu. Í framhaldi af umræðu á fundinum samþykkir byggðaráð að kaupa ærslabelg á skólalóð og felur tæknideild frekari útfærslu á hugmyndum um leiktæki á skólalóð í samráði við skólastjórnendur. Framkvæmdir eru hafnar við Hnjúkabyggð 27 þar sem haldið verður áfram með gluggaskipti og málningu á húsinu. Þá er stefnt að því að Blönduskóli verði málaður og að sett verði klæðning á Brekkuna í Aðalgötunni. Katrín Sif sýndi byggðaráði nýja heimasíðu Blönduósbæjar og er vinna við hana langt komin.

Gert var fundarhlé frá 17:00-18:30

6.Ámundakinn ehf. - Umsókn um lóð

1611001

Ósk um breytingu á fyrri úthlutun lóðar til félagsins. Óskað er eftir að úthlutað verði Hnjúkabyggð 34 í stað Hnjúkabyggðar 38.
Á fundi Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar 31. maí 2017 var tekið fyrir erindi frá Ámundakinn ehf. þar sem sótt var um lóð að Hnjúkabyggð 34 skv. deiliskipulagstillögu í stað Hnjúkabyggðar 38. Í bókun Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar var tekið jákvætt í erindið og mælt með að byggðaráð úthluti eftirfarandi lóð með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar á deiliskipulaginu og auglýsingu þess í B - deild Stjórnartíðinda.

Byggðaráð samþykkir að úthluta Ámundakinn ehf. lóðinni að Hnjúkabyggð 34 í stað Hnjúkabyggðar 38 með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar á deiliskipulaginu og auglýsingu þess í B-deild Stjórnartíðinda.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?