91. fundur 04. júlí 2017 kl. 17:00 - 18:50 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Zophonías Ari Lárusson varaformaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Rekstraryfirlit Blönduósbæjar

1508019

Rekstraryfirlit Blönduósbæjar fyrstu 4 mánuði ársins 2017 lagt fram til kynningar.
Sigrún Hauksdóttir aðalgjaldkeri mætti á fundinn og gerði grein fyrir rekstri sveitarfélagsins fyrstu 4 mánuði ársins.

Lagt fram til kynningar.

2.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags 2017 - 2018

1705006

Á fundi byggðaráðs þann 21. júní sl., var samþykkt umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags og afgreiðslu viðauka við ákvörðun byggðaráðs frestað.

Byggðaráð samþykkir viðauka að upphæð 950.000, og því er mætt með lækkun á eigið fé.

3.Sameining sveitarfélaganna Skagabyggð og sveitarfélagsins Skagafjörður

1707001

Erindi frá sveitarfélagi Skagafjarðar lagt fram til kynningar.
Með bréfinu er gerð grein fyrir að sveitarfélögin, Sveitarfélagið Skagafjörður og Skagabyggð hafi átt í óformlegum viðræðum um sameiningu sveitarfélaga og hafi nú sammælst um að hefja formlegar viðræður um kosti þess að sameinast. Sveitarfélögum á starfssvæði SSNV sem hafi áhuga á að ræða enn stærri sameiningar við Sveitarfélagið Skagafjörð og Skagabyggð séu boðin velkomin til viðræðna.
Byggðaráð ræddi erindi bréfsins.
Bygðgaráð er hlynnt sameiningu sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Nauðsynlegt er að sveitarfélögum fækki til að styrkja sveitarsjtórnarstigið á svæðinu.
Svohljóðandi bókun var samþykkt:
Byggðaráð telur ástæðu til að sveitarstjórnir í A-Hún ræði erindið á sameiginlegum fundi sveitarstjórna í A-Hún þar sem sameining sveitarfélaga, þar með talin framangreint verði til umfjöllunar.
Dagsetning slíks fundar er fyrirhuguð fimmtudaginn 24. ágúst.

4.Önnur mál

1510017

Engin önnur mál.

Fundi slitið - kl. 18:50.

Var efnið á síðunni hjálplegt?