97. fundur 27. september 2017 kl. 17:00 - 18:40 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Zophonías Ari Lárusson varaformaður
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Umræða um lausar lóðir í sveitarfélaginu

1705029

Þorgils Magnússon, byggingafulltrúi, mætti undir þessum lið.

Þorgils kynnti tillögu að auglýsingu á lausum lóðum í sveitarfélaginu. Jafnframt voru kynntar tillögur að tímabundinni niðurfellingu gatnagerðargjalda til loka árs 2018. Um er að ræða byggingu á einbýlis-, par- eða ráðhús af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sunnubraut, Smárabraut, Brekkubyggð og Garðabyggð.
Lóðirnar verða birtar á vef sveitarfélagsins.

Umræður urðu um tillögurnar. Byggingafulltrúa falið að gera smávægilegar breytingar á tillögunum.

Byggðaráð samþykkir tillögurnar með áorðnum breytingum.

2.Brautarhvammur 3 áfangi - Umsókn um lóð

1704016

Zophonías Ari vék af fundi undir þessum lið.

Fyrir fundinn liggur afgreiðsla skipulags-, umhverfis- og umferðanefndar þann 6. september sl., vegna erindis Blöndu ehf. kt. 520308-0400, þar sem sótt er um lóð í "3 áfanga" í Brautarhvammi. Bókunin er svohljóðandi: "Nefndin leggur til við byggðaráð að ekki verði úthlutað lóðum í 3 áfanga þar sem byggingaráformin taka lengri tíma en 2 ár samanber afgreiðslu um úthlutun lóða í 4 áfanga Brautarhvamms. Samþykkt samhljóða."

Byggðaráð tekur undir afgreiðslu skipulags-, umhverfis og umferðarnefndar og hafnar lóðarúthlutun á lóð í "3 áfanga" í Brautarhvammni.

3.Brautarhvammur 4 áfangi - Umsókn um lóð

1704015

Zophonías Ari vék af fundi undir þessum lið.

Fyrir fundinn liggur afgreiðsla skipulags-, umhverfis- og umferðanefndar þann 6. september sl., vegna erindis Blöndu ehf. kt. 520308-0400, þar sem sótt er um lóð í "4 áfanga" í Brautarhvammi. Bókunin er svohljóðandi: "Nefndin samþykkir að leggja til við byggðaráð að úthluta lóð í 4 áfanga Brautarhvamms enda verði hafist handa við framkvæmdir innan 2 ára. Samþykkt samhljóða."

Byggðaráð tekur undir afgreiðslu skipulags-, umhverfis og umferðarnefndar og samþykkir lóðarúthlutun á lóð í "4 áfanga" í Brautarhvammni.

4.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 1.sept 2017

1709017

Fundargerðin lög fram til kynningar.

5.Fundargerð 396.fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands

1709023

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018

1709022

Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018.

Sveitarstjóra falið að senda inn umsókn f.h. Blönduósbæjar.

7.Beiðni um greiðslu kennslukostnaðar í tónlistarskóla

1709007

Fyrir liggur beiðni um þátttöku sveitarfélagsins í kennslukostnaði við grunnnám í Tónlistarskóla Sigursveins.

Byggðaráð samþykkir ofangreinda umsókn og mun sækja um endurgreiðslu frá Jöfnunarsjóði á móti þeim greiðslum eins og reglur kveða á um.

Sveitarstjóra falið að útbúa viðauka og leggja fyrir sveitarstjórn þegar endanlegur kostnaður liggur fyrir.

8.Önnur mál

1510017

Engin önnur mál.

Fundi slitið - kl. 18:40.

Var efnið á síðunni hjálplegt?