103. fundur 08. nóvember 2017 kl. 16:00 - 18:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Zophonías Ari Lárusson varaformaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2018

1709003

Ágúst Þór Bragason, forstöðumaður tæknideildar mætti á fundinn og gerði grein fyrir einstökum framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á árinu 2018.

2.Hafnarsamband Íslands - fundargerð 398. fundar

1711001

Fundargerð Hafnarsambands Íslands lögð fram til kynningar.

3.N1 hf - Umsókn um rekstrarleyfi til veitingu veitinga

1710025

Páll Örn Líndal kt. 220567-4279 óskar eftir umsögn Blönduósbæjar f.h. N1 hf, kt. 540206-2010, um leyfi til að reka veitingastað í flokki II í N1 söluskála, Norðurlandsvegi 3, 540 Blönduósi.

Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um, veitir byggðaráð jákvæða umsögn fyrir sitt leyti.

4.Félags- og skólaþjónuta A- Hún -Fundargerð 19. október 2017

1710023

Fundargerð Félags- og skólaþjónusta A-Hún lögð fram til kynningar.

5.Markaðsstofa Norðurlands - Flugklasinn Air 66N

1704002

Í lok mars 2017 var sveitarstjórn sent erindi frá flugklasanum Air 66N og Markaðsstofu Norðurlands, þar sem farið var fram á fjármögnun frá sveitarfélaginu í flugklasann Air 66N. Erindinu var hafnað á þeim tíma. Flugklasinn hvetur sveitarstjórn til að endurskoða afstöðu sína til málsins og taka erindið fyrir aftur.

Fyrir fundinn liggur áfangaskýrsla flugklasans Air 66N.

Bygggðaráð hafnar erindinu.

6.Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2018

1710017

Stígamót óska eftir fjárstuðningi til sveitarfélagsins.

Byggðaráð samþykkir 50.000 kr. fjárstuðning.

7.Farskólinn - Rekstrarstyrkur fyrir árið 2018

1710018

Farskólinn á Norðurlandi vestra, óskar eftir fjárstuðningi til sveitarfélagsins.

Byggðaráð samþykkir umbeðna beiðni að upphæð 163.000 kr.

8.SÍBS - Líf og heilsa

1710006

SÍBS Líf og heilsa, óskar eftir fjárstuðningi til sveitarfélagsins.

Byggðaráð samþykkir 50.000 kr. fjárstuðning.

9.Önnur mál

1506021

10.Deiliskipulag við Svínvetningabraut

1711002

Formaður byggðaráðs óskaði eftir því að taka upp liðinn deiliskipulag við Svínvetningabraut. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjóri kynnti drög að deiliskipulagi við Svínvetningabraut. Um er að ræða 10 ha. svæði sem fyrirhugað er fyrir iðnaðarsvæði.

Byggðaráð samþykkir að vísa kostnaði við deiliskipulagsferlið við Svínvetningabraut til fjárhagsáætlunar 2018.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Var efnið á síðunni hjálplegt?