109. fundur 08. febrúar 2018 kl. 17:00 - 18:35 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Zophonías Ari Lárusson varaformaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar. Haft var samband við Hörð Ríkharðsson sem boðaði forföll.
Dagskrá

1.Eftirlitshlutverk með stjórnsýslu sveitarfélaga

1802006

Með vísan til eftirlitshlutsverks samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytisins með stjórnsýslu sveitarfélaga hefur ráðuneytið ákveðið að taka til skoðunar þá samninga um samstarf sveitarfélaga sem í gildi eru hér á landi. Er þá átt við samninga um byggðasamlög, samninga um starfrækslu verkefna sem styðjast við nýtt ákvæði 96. gr. sveitarstjórnarlaga og aðra samstarfssamninga.
Markmið verkefnisins er að afla heildstæðra upplýsinga um þá samstarfssamninga sem starfað er eftir í samstarfi sveitarfélaga um land allt og jafnframt leggja mat á hverslu vel þeir samræmast kröfum sem gerðar eru til slíkra samninga.
Með vísan til þess að framan er rakið og 1. mgr. 113. gr. sveitarstjórnarlaga óskar ráðuneytið því eftir upplýsingum um alla samstarfssamninga sem sveitarfélagið á aðild að og sem starfað er eftir í dag, sem og afritum af umræddum samninga. Þá er óskað eftir áliti sveitarstjórnar á því hvort endurskoða þurfi ákvæði sveitarstjórnarlaga um samstarf sveitarfélaga og þá að hvaða leyti.

Byggðaráð felur sveitarstjóra að svara erindinu.

2.Ferðamálafélag A-Hún - vegna staðsetningar og reksturs Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Austur Húnavatnssýslu

1801017

Stjórn Ferðamálafélags A-Hún. leggur til breytingar hvað varðar staðsetningu og rekstur Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Austur-Húnavatnssýslu. Í dag er upplýsingamiðstöðin staðsett í húsnæði Héraðsbókasafnsins. Lagðir voru til á stjórnarfundi Ferðamálafélags A-Hún. nokkrir staðir hvað varðar ákjósanlega staðsetningu fyrir upplýsingamiðstöð svæðisins og uppi stóð, eftir umræður, sú niðurstaða að hún skyldi vera staðsett að Aðalgötu 8 í húsnæði Hitt og þetta handverks og Vötning Angling Service.

Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við framangreinda staðsetningu.

3.Sameiningarnefnd A-Hún - 3. fundur

1801009

Fundurgerðin lögð fram til kynningar.

4.Hafnarsamband Íslands - fundargerð 400. fundar 22. janúar 2018

1801014

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Tónlistarskóli A-Hún - fundargerð 39. fundar 23. janúar 2018

1801013

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga og Blönduósbær - Samkomulag um uppgjör

1801011

Á fundi byggðaráðs Blönduósbæjar þann 24. janúar sl., frestaði byggðaráð afgreiðslu sinni á lið 2. Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga og Blönduósbær - Samkomulag um uppgjör.

Sveitarstjóri lagði fram samkomulag um uppgjör gagnavart Blönduósbæ. Framlagt samkomulag felur í sér að Blönduósbær, skuldbindur sig að greiða 8.254.534 kr. framlag í jafnvægissjóð A-deildar Brúar, 12.907.966 kr. framlag í lífeyrisaukasjóð A-deildar Brúar og 1.388.678 kr. framlag í varúðarsjóð A-deildar Brúar. Samtals eru þetta framlög að upphæð kr. 22.551.178.

Á fundi Byggðasamlags Tónlistarskóla A-Hún. sem haldinn var 23. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"a) Stjórn Tónlistarskóla A-Hún. samþykkir fyrirliggjandi samkomulag um uppgjör við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga og að kröfur sjóðsins verði greiddar á eindaga.
b) Jafnframt samþykkir stjórnin að skuld Tónlistarskólans við A-deild Brúar, verði dreift á aðildarsveitarfélög skólans skv. kostnaðarskiptingu fyrir árið 2018."
Hlutur Blönduósbæjar er samtals kr. 7.863.233,- og er mánaðarleg innheimta kr. 655.269,-

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi uppgjör launagreiðenda til A deildar Brúar lífeyrissjóðs. Samtals er hlutur Blönduósbæjar kr. 30.414.411

Byggðarráð samþykkir einnig að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 25. m.kr. til greiðslu uppgjörs og felur sveitarstjóra að óska eftir láni hjá sjóðnum.

Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn Blönduósbæjar að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2018 samtals kr. 30.414.411 sem verður fjármagnað með 25. m.kr. lántöku við Lánasjóð sveitarfélaga og 5.414.411 verði fjármagnað með eigið fé.7.Umsókn um lóð vegna gagnavera

1802007

Á fundi skipulags-, umhverfis-og umferðarnefndar þann 7. febrúar sl. var eftirfarandi bókun samþykkt vegna umsóknar Borealis Data Center ehf. um lóðir fyrir gagnaver við Svínvetningabraut:
"Nýtt deiliskipulag fyrir svæðið hefur verið auglýst og er umsagnarfrestur liðinn. Tekið er jákvætt í erindið. Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Borealis Data Center ehf. lóðinni með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar á deiliskipulaginu og auglýsingu þess í B-deild Stjórnartíðinda. Ef framkvæmdir verða ekki hafnar innan 12 mánaða frá lóðarúthlutun fellur hún aftur til sveitarfélagsins."

Byggðaráð samþykkir að úthluta Borealis Data Center ehf. umræddum lóðum samkvæmt nánari útfærslu í samráði við umsækjanda.

8.Umsókn um lóð - Arnargerði 14

1801001

Á fundi skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar þann 7. febrúar 2018 var tekin fyrir umsókn frá Páli Marteinssyni um lóð - Arnargerði 14 og eftirfarandi bókað:
Tekið jákvætt í erindið. Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Páli Marteinssyni lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Lagt er til að lóðin falli aftur til sveitarfélagins ef framkvæmdir eru ekki hafnar innan tólf mánaða frá lóðarúthlutun."

Byggðaráð samþykkir úthlutun á lóðinni Arnargerði 14.

9.Framkvæmdir 2018

1709018

Ágúst Þór, yfirmaður tæknideildar, mætti á fundinn undir þessum lið.

Ágúst Þór kynnti tillögur að malbikunarframkvæmdum við götur og plön í sveitarfélaginu. Áætlaður kostnaður er 76,6 m.kr. Viðbótarfjárþörf miðað fjárhagsáætlun Blönduósbæjar fyrir árið 2018 er 24 m.kr.

Byggðaráð samþykkir að fara í framkvæmdirnar samkvæmt framlagðri áætlun og leggur til við sveitarstjórn Blönduósbæjar að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2018 samtals kr. 24. m. kr. sem verður fjármagnað af eigin fé.

Fundi slitið - kl. 18:35.

Var efnið á síðunni hjálplegt?