110. fundur 21. febrúar 2018 kl. 17:00 - 18:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Zophonías Ari Lárusson varaformaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Uppbygging ehf - fjölbýlishús að Hnjúkabyggð 29

1801012

Uppbygging ehf. óskar eftir viðræðum við sveitarstjórn Blönduósbæjar um sameiginlega uppbyggingu á fjölbýlishúsi að Hnjúkabyggð 29.-Óskað er eftir eftirfarandi:
- Samkomulag verði gert við Uppbyggingu ehf. um langtímaleigu eða kaup sveitarfélagsins á allt að 8-10 íbúðum í hinu nýja fjölbýlishúsi.
- Þegar samkomulag liggur fyrir verði lóðinni Hnjúkabyggð 29, formlega úthlutað til Uppbyggingar ehf.

Byggðaráð hafnar erindinu en hafi forsvarmenn Uppbyggingar ehf. áhuga á lóðinni í sveitarfélaginu er þeim bent á að sækja um hana með hefðbundnum hætti.

2.Samband íslenskra sveitarfélaga - viljayfirlýsing um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

1802005

Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 26. janúar 2018 var eftirfarandi bókað og samþykkt:
"Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarfélög til að skilyrða fjárveitingar til íþróttafélaga og annarra félaga sem bjóða upp á tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga, því að félögin setji sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Mikilvægt er að félög sýni fram á að farið sé eftir jafnréttisáætlunum og jafnréttislögum í starfi sínu. Séu slíkar reglur nú þegar til staðar hvetur stjórn sambandsins sveitarfélög til að yfirfara sínar stefnur með þetta í huga."

Sveitarstjóra falið að senda íþróttafélögum bréf þar sem ofangreint er áréttað.

3.SSNV- fundargerð 25. fundar stjórnar SSNV 9.janúar 2018

1801007

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.SSNV - Örnefnaskráning

1801015

Á haustþingi SSNV í október 2017 var eftirfarandi ályktun samþykkt.
"Haustþing SSNV, haldið á Hvammstanga 20. október 2017, samþykkir að stjórn SSNV láti taka saman yfirlit um stöðu örnefnaskráningar í hverju aðildarsveitarfélagi og skipi valinkunna einstaklinga í vinnuhóp ef þess telst þörf. Vinnuhópur þessi mun í samstarfi við skipulagsfulltrúa og Landmælingar Íslands, vinna að skráningu örnefna á hverju svæði fyrir sig. Nauðsynlegt er að ráðast í þessa skráningu nú, svo að örnefni tapist ekki. Örnefni er stór hluti af menningarsögu landsins.

Í ljósi ofangreindar samþykktar er hér með óskað eftir eftirtöldum upplýsingum:
"Óskað er eftir upplýsingum um stöðu örnefnaskráningar í sveitarfélaginu. Ef sveitarfélagið samanstendur af fleiri en einum hreppi, skv. skipulagi fyrri tíma, þá er óskað eftr upplýsingum um stöðuna í hverjum hreppi fyrir sig. Ef örnefnaskráning er hafin eða jafnvel lokið er óskað eftir upplýsingum um form skráningar. (Er skráningin textaskjal eða er skráð inn á kort, myndir eða eru örnefni hnitsett?)
Einnig er óskað eftir mati hvers sveitarfélags fyrir þörf á frekari skráningu örnefna í sveitarfélaginu.

Byggðaráð felur tæknideild að taka saman framagreindar upplýsingar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?