111. fundur 12. mars 2018 kl. 17:00 - 18:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Zophonías Ari Lárusson varaformaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
  • Ágúst Þór Bragason ritari
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Beiðni um launalaust leyfi

1802016

Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri Blönduskóla óskar eftir námsleyfi frá störfum 1. ágúst 2018 til 31. júlí 2019 en hún ætlar að stunda nám við HÍ næsta vetur. Byggðaráð samþykkir námsleyfi skólastjóra.

2.SSNV - Tilnefning fulltrúa á ársþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og tillögur að breytingum á samþykktum.

1802015

26. ársþing SSNV verður haldið í Skagabúð þann 6. apríl nk. Blönduósbær á fjóra fulltrúa en kjörgengir eru aðal- og varamenn í sveitarstjórn ásamt sveitarstjóra. Aðalfulltrúar Blönduósbæjar eru Valgarður Hilmarsson, Anna Margrét Sigurðardóttir, Hörður Ríkharðsson og Oddný María Gunnarsdóttir. Til vara eru Anna Margrét Jónsdóttir, Guðmundur Haukur Jakobsson, Sindri Páll Bjarnason og Valdimar Guðmannsson.

3.Veiðifélag Blöndu og Svartár - fundargerð 23.03.18

1802014

Fundargerð stjórnar Veiðifélags Blöndu og Svarár var lögð fram til kynningar. Fram kemur í fundargerð að kanna á með að halda aðalfund veiðifélagsins þann 7. apríl nk.

4.Vegagerðin - Þverárfjallsvegur (73) í Refasveit og Skagastrandarvegur (74) um Laxá. Kynning á drögum að tillögu að matsáætlun.

1802012

Lagt fram bréf Vegagerðarinnar vegna kynningar á drögum að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Refasveit og um Laxá en stefnt er að því að vinna nýjan Þverárfjallsveg sem verður um 8,5 km langur frá stofnvegi við Hringveg(1) austan Blönduóss að Þverárfjallsvegi(744) auk 3,3 km langs vegar með nýrri brú á Laxá sem verður að framkvæmdum loknum hluti Skagastrandarvegar(74). Frestur til að koma með athugasemdir er til 10. mars 2018. Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við matsáætlunina.

5.Umsókn um lóð - Hnjúkabyggð 29

1803003

Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar mælti með því við byggðaráð á fundi sínum þann 7. mars sl. að úthluta Uppbyggingu ehf. lóðinni að Hnjúkabyggð 29 fyrir fjölbýlishús samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Byggðaráð samþykkir að úthluta lóðinni til Uppbyggingar ehf. enda hafi skilyrtum gögnum og upplýsingum fyrir lóðarveitingu verið skila inn til byggingarfulltrúa innan 3ja mánaða og er úthlutunin háð því að framkvæmdir hefist innan 6 mánaða og verði lokið 12 mánuðum síðar.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Var efnið á síðunni hjálplegt?