113. fundur 27. mars 2018 kl. 13:30 - 14:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Zophonías Ari Lárusson varaformaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Beiðni um launalaust leyfi

1802016

Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri Blönduskóla hefur óskað eftir 1 árs námsleyfi frá störfum. Á fundi sínum þann 12. mars sl. samþykkti byggðaráð námsleyfið.

Byggðaráð samþykkir að óska eftir tillögu fræðslunefndar á tilhögun vegna ráðningar skólastjóra fyrir komandi skólaár.

2.Kaupsamningur

1803017

Kaupsamningur Blönduósbæjar við Hjört Karl Einarsson vegna ræktaðs lands nr. 209, landnúmer 145254 og ræktað land nr. 210, landnúmer 145255 lagður fram.

Byggðaráð samþykkir samninginn.

Hörður Ríkharðsson situr hjá við afgreiðslu þessa liðar.


3.Önnur mál

1510017

Byggðaráð vill þakka Arnari Þór Sævarssyni fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar á nýjum á vettvangi.

Fundi slitið - kl. 14:15.

Var efnið á síðunni hjálplegt?