114. fundur 18. apríl 2018 kl. 17:00 - 17:55 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Zophonías Ari Lárusson varaformaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valgarður Hilmarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Valgarður Hilmarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.SSNV - fundargerð 27. fundar stjórnar SSNV 6. mars 2018

1804015

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Veiðifélag Blöndu og Svartár

1802014

Stjórn veiðifélags Blöndu og Svartár óskar eftir samþykki landeiganda fyrir viðhaldi á veiðivegi frá Arnargerði að veiðisvæði 1 í Blöndu.
Byggðaráð tekur jákvætt erindið. Hafa skal samráð við tæknideild um framkvæmd verksins.

3.Umsókn um lóð - Smárabraut 20

1804001

Erindið fellur niður að beiðni umsækjanda

4.Ungmennafélag Íslands - styrkbeiðni

1803011

Byggðaráð samþykkir umbeðna fjárhæð kr. 150.000.- vegna landsmóta á Sauðárkróki í sumar og er styrkurinn færður á lið 0689-9919.

5.Umsókn um lóð - Sunnubraut 9

1804017

Byggðaráð samþykkir að úthluta Ingólfi Daníel Sigurðssyni lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins og kröfum sem fram koma í auglýsingu Blönduósbæjar um tímabunda niðurfellingu gatnagerðargjalda sem gildir til ársloka 2018.

Fundi slitið - kl. 17:55.

Var efnið á síðunni hjálplegt?