31. fundur 05. ágúst 2015 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Guðmundur Haukur Jakobsson varaformaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

1409008

Borist hefur umsókn um námsvist í Blönduskóla.
Fært í trúnaðarbók.

2.Erindi frá Óttari Yngvasyni, hæstaréttarlögmanni

1508001

Borist hefur erindi frá Óttari Yngvasyni, hrl. vegna skotsvæðisins á Blönduósi þar sem hann gerir kröfu fyrir hönd Veiðifélags Laxár á Ásum og eigenda Hjaltabakka að skotsvæðinu verði tafarlaust lokað vegna hávaðamengunar og landið hreinsað af mengandi efnum. Bréfritari telur umrætt skotsvæði í landi Hjaltabakka.

Byggðaráð hafnar erindinu og felur sveitarstjóra að svara erindinu.



3.Framkvæmdir við Blönduskóla

1505027

Farið var yfir stöðu framkvæmda við Blönduskóla.

Byggðaráð fóru í Blönduskóla og skoðaði framkvæmdir við Blönduskóla.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?