32. fundur 19. ágúst 2015 kl. 17:00 - 18:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Guðmundur Haukur Jakobsson varaformaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason fundarritari
Dagskrá

1.Þjóðarsáttmáli um læsi

1508013

Mennta- og menningarmálaráðherra býður öllum bæjar- og sveitarstjórum að undirrita Þjóðarsáttmála um læsi, þar sem aðilar samnings, ríki og sveitarfélög, skuldbinda sig til að vinna að því með öllum tiltækum ráðum að ná settum markmiði um læsi en í dag ná 79% nemenda í 10 bekk lámarksviðmiðum samkvæmt PISA könnun. Markmiðið er að ná 90% í könnun sem lögð verður fyrir árið 2018.
Byggðaráð samþykkir að taka þátt í Þjóðarsáttmála um læsi og felur sveitarstjóra að undirrita hann f.h. Blönduósbæjar.

2.Fundargerð 65. stjórnarfundar Norðurár bs

1508007

Fundargerð 65. stjórnarfundar Norðurár bs, frá 15. apríl 2015 lögð fram til kynningar.

3.Fundargerð 66. stjórnarfundar Norðurár bs

1508008

Fundargerð 66. stjórnarfundar Norðurár bs, frá 22. apríl 2015 lögð fram til kynningar.

4.Fundargerð 67. stjórnarfundar Norðurár bs.

1508009

Fundargerð 67. stjórnarfundar Norðurár bs, frá 27. apríl 2015 lögð fram til kynningar.

5.Fundargerð 68. stjórnarfundar Norðurár bs.

1508010

Fundargerð 68. stjórnarfundar Norðurár bs, frá 27. apríl 2015 lögð fram til kynningar.

6.Fundargerð 69. stjórnarfundar Norðurár bs.

1508011

Fundargerð 69. stjórnarfundar Norðurár bs, frá 29. apríl 2015 lögð fram til kynningar.

7.Fundargerð 70. stjórnarfundar Norðurár bs.

1508012

Fundargerð 70. stjórnarfundar Norðurár bs, frá 7. maí 2015 lögð fram til kynningar.

8.Framkvæmdir við Blönduskóla

1505027

Farið yfir stöðu framkvæmda í Blönduskóla
Rætt var um stöðu framkvæmda við Blönduskóla og er verið að ljúka framkvæmdum við gluggaskipti og endurnýjun lagna í nýja skóla. Framkvæmdir við sal og eldhús eru langt komnar og verður lokið við þær í byrjun september.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?